Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 50
Bækur og menning 30. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Tvær vinsælar og stórfróðlegar frá Háskólaútgáfunni Í bókinni Á mörkum mennskunnar er fjallað um förufólk fyrr á öldum á Íslandi, fólk sem flakkaði um landið og fékk húsaskjól hjá bændum. Gefið er yfirlit um sögu og sérstöðu þessa jaðarsetta hóps, fjallað um sögurnar sem voru sagðar um flakkarana og viðhorfin til þeirra. Oft líkist förufólkið meira þjóðtrúarverum en manneskjum í þessum sögum. Tekinn er fjöldi dæma um einstaklinga í hópnum sem gengu um sveitir landsins á 19. öld og lífshlaup þeirra skoðað nánar. Þannig er sagt frá hörmulegu atlæti Stuttu-Siggu í æsku, rifnum klæðum Jóhanns bera og skringilegum leikþáttum Halldórs Hómers sem fór á milli bæja og tók að sér prestverk til skemmtunar. Sérstakur kafli eða sagnaþáttur er um Sölva Helgason sem hefur orðið frægastur allra flakkara. Bókin er fræðirit sem er skrifað með það í huga að miðla fróðleik og þjóðfræðilegri þekkingu til almennings á aðgengilegan hátt. Sjónarhornið í henni færist frá því að vera í anda yfirlitssögu, yfir í frásagnir þar sem einstaklingarnir sjálfir eru í forgrunni. Þannig er lífshlaup förufólksins sett í samhengi við heildarmyndina sem verður um leið fyllri og þéttari með einstökum dæmum. Aðferðir þjóðsagnafræði eru áberandi, en lesandinn fær líka um nóg að hugsa og getur dregið sínar eigin ályktanir. Athyglinni er beint að viðhorfum til förufólksins, sagnamyndun um fólkið og samspil við þjóðtrúarhugmyndir. Um leið er fjallað um óskráðar reglur og kerfi í samfélaginu, t.d. um gestakomur, gestrisni og samhjálp, einkum á 19. öld þegar heimildirnar verða fjölbreyttari. Lög og reglur um flakk á þessum tíma gefa ekki sömu mynd og birtist þegar sagnaþættir, ævisögur og fleiri persónulegar heimildir bændafólksins eru skoðaðar til hliðsjónar, en ólíkir heimildaflokkar bæta hver annan upp. n Á mörkum mennskunnar – Sögur af sérkennilegu fólki Höfundur: Jón Jónsson Í náttúrunni má víða finna forvarnir gegn sjúkdómum og í þessari bók hafa hjónin Margrét Þorvaldsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason tekið saman margvíslegan fróðleik um slíka eiginleika jurta og ávaxta – Sigmundur frá sjónarhóli vísinda og Margret í ljósi sögunnar. Í grænmeti og ávöxtum er að finna fjölmörg efni sem styrkja varnir líkamans gegn ýmsum sjúkdómum og geta gagnast í baráttunni við sýkla. Sigmundur fjallar um þennan varnar- og lækningamátt og gefur góð ráð. Hann greinir einnig frá þeim hættum sem manninum stafar af hormónatruflandi efnum sem berast í líkamann með mat og snyrti- og hreinlætisvörum. Margret fjallar annars vegar um uppruna og þróun læknisfræðinnar á Vesturlöndum og hversu veglegan sess jurtalækningar skipuðu lengst af innan hennar. Einnig skoðar hún gamlar íslenskar heimildir um jurtalækningar en þær gefa til kynna að menn hafi öldum saman búið yfir góðri þekkingu á nytjum náttúrunnar hér á landi. Margret Þorvaldsdóttir starfaði lengi sem blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði einkum um neytendamál, bæði neyslu- og heilsutengd, og var þar með vikulega dálk um „rétt dagsins“. Hún hefur áður gefið út tvær matreiðslubækur. Sigmundur Guðbjarnason nam efnafræði við Tækniháskólann í München og stundaði vísindastörf við Læknaskóla Wayne State University í Detroit. Hann byggði upp nám í efnafræði við Háskóla Íslands og rannsóknir í efnafræði, matvælafræði og lífefnafræði við Raunvísindastofnun. Sigmundur var rektor Háskóla Íslands 1985–1991. Því næst hóf hann rannsóknir á lækningajurtum og stofnaði sprotafyrirtækið SagaMedica árið 2000 ásamt öðrum. n Heilnæmi jurta og hollusta matar: Varnar- og lækningamáttur jurtanna Höfundar: Margret Þorvaldsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.