Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Page 53
Bækur og menning 30. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ
Mojfríður stendur uppi ein eftir að foreldrar hennar deyja með voveiflegum hætti. Hún ákveður að láta þann draum sinn rætast
að starfa sem einkaspæjari fyrir konur er gruna
eiginmenn sína um framhjáhald og græsku. Á vegi
hennar verða ýmsar hindranir sem hún þarf að
sigrast á og þeirra á meðal er ástin. Mojfríður er
engin venjuleg kona, hún er kynlegur kvistur sem
lætur engan ósnortinn sem fær að kynnast henni. n
DRAUMSÝN:
Flottar bækur og vinsælt spil
MOJFRÍÐUR EINKASPÆJARI:
Marta Eiríksdóttir
ANDSTÆÐUR:
Guðrún Sigríður
Sæmundsen
Andstæður er spennandi og áhrifamikil samtímasaga byggð á raunverulegum heimildum og gefur
sterka sýn inn í harðan heim vændis og
fíkniefna. n
Hófí eignast nýja vini á bóndabænum á meðan hún bíður eftir að fara heim til nýju fjölskyldunnar sinnar. Lífið er spennandi
og skemmtilegt í sveitinni! Ævintýrin um Hófí eru
innblásin af íslenska fjárhundinum Hólmfríði frá
Kolsholti (1988–2003) Bækurnar eru fagurlega
myndskreyttar af hollenska hönnuðinum og
teiknaranum Martine Jaspers-Versluijs. n
HÓFÍ ER FÆDD:
Monika Dagný
Karlsdóttir
HÓFÍ EIGNAST VINI:
Monika Dagný
Karlsdóttir
Hófí litla nýtur lífsins á bóndabænum. Hún vex og dafnar og kynnist heiminum í kringum sig. Fylgið henni í þessu ævintýri
um fjölskyldu hennar, arfleifð og sögu Íslands. n
RAGNARÖK Örlög goðanna:
Reynir A. Óskarson
Nýtt einstakt spil um norræna goðafræði.Stokkurinn inniheldur sextíu og fimm spil sem kynna til sögunnar verur og hugtök
úr norrænni goðafræði. Upplýsingarnar á hverju
spili eru fengnar úr frumheimildunum. Sex leikir
eru mögulegir með stokknum og miðast þeir við
þekkingu á fræðunum, allir ættu að finna eitthvað
við sitt hæfi, ungir sem aldnir, fróðir jafnt sem þeir
sem eru að kynnast fræðunum.
Spilið er að koma út í fyrsta sinn í íslenskri útgáfu
en enska útgáfu þess gáfum við út í fyrrahaust.
Hefur það hlotið verðskuldaða athygli og er þegar
selt til fleiri landa auk þess sem mikið er keypt af því
af ferðamönnum hér. Í síðustu viku kom spilið út í
danskri þýðingu í Danmörku og snemma á næsta
ári kemur spilið út í Noregi og Þýskalandi. Því er ljóst
að það er mikill áhugi fyrir því. n