Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 57
Hreint fyrir jólin 30. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ Þvottahúsum hefur ekki fjölgað hér undanfarin ár en á sama tíma hefur verkefnum fjölgað mjög mikið vegna aukinna umsvifa í ferðageiranum. Það eru því mikil tækifæri í þessari starfsgrein fyrir þá sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig og veita góða þjónustu,“ segir Guðmar V. Kjartansson, eigandi Þvottakompanísins. Guðmar tók við rekstrinum fyrir rúmlega þremur árum og hafa umsvifin aukist jafnt og þétt síðan þá. „Ég hef verið að endurnýja tækjakostinn og tók fyrr á árinu inn vél sem tekur tæpleg 60 kíló af þvotti í einu, en til samanburðar tekur venjuleg heimilisvél 5–7 kíló. Fyrir eru þrjár þvottavélar og tvær strauvélar,“ segir Guðmar. Þvottakompaníið er fyrst og fremst á fyrirtækjamarkaði þó að það neiti ekki einstaklingum um þvottaþjónustu. „Um helmingur af verkefnunum er fastir þjónustusamningar þar sem við veitum heildarlausn. Þetta eru mikið til veitingastaðir og hótel og í mörgum tilvikum sjáum við þessum aðilum fyrir líni, handklæðum, tuskum og þess háttar – afföll geta verið töluverð og því sjá aðilar oft þann vænstan kost að leigja lín og þurfa þannig ekki að hafa yfirsýn með birgðahaldi. Við sjáum yfirleitt um að sækja og senda og viðskiptavinirnir þurfa ekki að standa í því að senda til okkar óhreint tau og þess háttar,“ segir Guðmar. Guðmar segir að sumir viðskiptavinir hans í hótel- og veitingageiranum þurfi daglega þjónustu allt árið um kring en algengt sé að sinna þurfi verkefnum þrisvar í viku fyrir hvern aðila. „Ég hef líka verið að þjónusta verktaka með kuldagalla og önnur vinnuföt. Verktakar hafa oft ekki fasta starfsstöð og þá hefur þeim fundist gott koma með uppsafnaðan þvott beint til mín.“ Starfsmenn Þvottakompanísins eru fjórir að Guðmari meðtöldum. „Ég geng í öll verk. Ef maður ætlar að reka þvottahús þá þýðir lítið að vera í einhverjum skjalatöskuleik, maður verður að vera í þessu af lífi og sál.“ Guðmar segir að töluvert sé að gera allt árið um kring en verkefnin tvöfaldist síðan á sumrin. Einnig fjölgar þeim mikið í kringum hátíðir. „Það er ljóst að við þurfum að fjölga fólki í framtíðinni og umsvifin eru bara að aukast,“ segir Guðmar. Nánari upplýsingar um starfsemi Þvottakompanísins er að finna á heimasíðunni thvottahus.is. Þar er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og panta þjónustu. n ÞVOTTAKOMPANÍIÐ: Þvottahús á uppleið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.