Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 80
80 30 nóvember 2018 U pp úr aldamótunum 1800/1900 lifði og bjó í Frakklandi ung kona sem kallaði sig Maggie Mell- or. Á unglingsárunum sá hún sér farborða sem vændiskona aðal- lega í París en einnig í Bordeaux. Fimmtán ára að aldri eignaðist hún dóttur. Um föður dótturinnar er ekkert vitað og kemur hún ekki frekar við sögu hér. Maggie tileink- aði sér þá framkomu sem þurfti til að gerast háklassa fylgdarkona og tungutak hennar var sagt einkenn- ast af mikilli skrúðmælgi. Árin liðu og Maggie giftist, kastaði Maggie Mellor-nafninu fyrir róða og varð Marie Margue- rite Laurent. Litlum sögum fer af hjónabandinu en það fór á end- anum í vaskinn. Marie Margue- rite varð með tímanum ágætlega þekkt í París, í ákveðnum kreðs- um, og sýndist sitt hverjum um líf- erni hennar. Prins ásælist Marguerite Árið 1922 hljóp heldur betur á snærið hjá Marie Marguerite. Í maí það ár var egypskur prins, Ali Kamel Fahmy Bey, staddur í Par- ís og fékk augastað á Marguerite, sem þá var skilin við eiginmann sinn. Þess er vert að geta að Ali Kamel, sem starfaði við sendiráð Frakka í Kaíró, var enginn prins, en flíkaði þeim titli óspart þegar hann var fjarri heimahögum. Þegar þarna var komið sögu var Ali Kamel 23 ára, tíu árum yngri en Marguerite en með þeim tókust náin kynni. Altalað var heima í Egyptalandi að Ali Kamel væri samkynhneigð- ur en það var ekki að sjá þann tíma sem hann gekk á eftir glæsi- legu, brúnhærðu og fráskildu kon- unni með grasið í skónum. Lífsstíll Alis Kamel einkenndist að sögn af taumlausu óhófi og einnig ku hafa verið grunnt á sadisma hjá hon- um. Hjónaband með skilyrðum Hvað sem öllu þessu leið þá var Marguerite með Ali Kamel í för þegar hann sneri heim til Kaíró og sótti hann fast að þau myndu búa þar saman. Ekki leist Marguerite á þá hugmynd og stakk Ali þá upp á því að þau gengju í hjónaband. Marguerite samþykkti það, en með skilyrðum þó. Samning- ur var skjalfestur og kvað hann á um að Marguerite mætti klæðast samkvæmt vestrænum venjum og skilja við „prinsinn“ hvenær sem henni hugnaðist slíkt. Að því gefnu myndi hún snúast til islam og þannig erfa Ali Kamel ef sú staða kæmi upp. Þegar hjónavígslan fór fram, að múslímskum sið, þann 23. janúar 1923, lét Ali fjarlægja skilnaðarákvæðið úr samningnum og tryggði sér heimild til að kvæn- ast þremur konum ef hann kærði sig um. Ekkert sældarlíf Hjónabandið reyndist ekkert sældarlíf fyrir Marguerite. Engu hafði verið logið upp á Ali um sadismann sem bjó innra með honum. Hann barði Marguerite iðulega og lét pilt úr hjúaliði sínu fylgja henni hvert fótspor og jafn- vel fylgjast með þegar hún af- klæddist. Nú, hjónakornin ákváðu um mitt ár 1923 að skella sér til Eng- lands og að morgni sunnudagsins 1. júlí renndi glæsibifreið upp að Savoy-hótelinu í London. Úr bif- reiðinni stigu Fahmy-hjónin og með þeim í för var einkaritari Alis, Said Enani. Blæðingar á viðkvæmum stað Þegar hjónin höfðu dvalið í London í nokkra daga fékk Margu- erite lækni hótelsins upp á svítu sína; innvortis blæðingar í enda- þarmi gerðu henni lífið leitt. Upp- lýsti hún lækninn um að eigin- maður hennar hefði „rifið hana við óeðlilegar samfarir.“ Hann þrýsti sífellt á hana um þannig kynlíf. Bað hún lækninn um að skjalfesta ástand hennar, en ein- 5 ára og sjö mánaða synir ensku konunnar Jeyavani Vageswaran fundust látnir síðdegis fimmtu-daginn 9. janúar 2014. Það var faðir drengjanna, Sakthivel, sem fann drengina þegar hann kom heim í Woodgrange Close frá vinnu þennan dag. En ekki nóg með það því móðir drengjanna, Jeyavani, var einnig dáin. Niðurstaða rannsóknar var að Jeyavani hefði kæft syni sína og síðan svipt sig lífi með hengingu. Hjónin, sem komu frá Srí Lanka, höfðu komið við sögu yfirvalda aðallega vegna heimilisófriðar og hafði einn nágranna á orði að „þau hefðu sífellt rifist og öskrað.“ SAKAMÁL Hjá okkur eru alltaf Mikið úrval af heilsurúmum á frábæru verði Hágæða 7 svæðaskiptar heisludýnur 5 Svæðaskipt heilsudýna Verð frá 94.900 kr. Verð frá 67.900 kr. Öll verð eru með botni og fótum Verð frá 94.900 kr. Hágæða sjö svæðaskipt heilsudýna sem stuður rétt við líkamann Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Gerið gæða- og verðsamanbuð Opið virka daga kl. 10:00 - 18:00 Laugardaga 12:00 - 16:00 GERVIPRINSINN OG GLÆSIKVENDIÐ n Fátt var sem sýndist hjá Ali og Marguerite n Hann var ekki prins og hún var vændis- og fylgdarkonan Hjónabandið einkenndist af átökum n Endaði með morði um miðja nótt „Við, í þessu landi, hefj- um konur okkar á stall: í Egypta- landi ríkja önnur sjónarmið. Í Egyptalandi Marguerite var að eigin sögn undir stöðugu eftirliti. Marie Marguerite Fahmy Hjónaband hennar og Ali upp- fyllti ekki væntingar hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.