Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐA Sandkorn 7. desember 2018 Spurning vikunnar DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Enn af klaustri Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is E ins og glöggt má sjá á síðum helgarblaðs DV þá er fókus blaðamanna enn á Klaust- urmálinu svokallaða og eft- irmálum þess. Það er eðlilegt enda er málið fordæmalaust með öllu í íslenskri stjórnmálasögu. Eins og staðan er núna virðast allir þing- mennirnir ætla að freista þess að hanga á þingsætum sínum eins og hundar á roði. Vandséð er hvort það sé skynsamlegasti leikurinn í stöðunni. Það er eftirtektarvert að sjá þró- unina á tilsvörum þingmannanna. Fyrstu viðbrögð Gunnars Braga Sveinssonar var að hlægja og gera lítið úr fyrirspurn blaðamanns DV um Klausturupptökuna. „Mér finnst það óskaplega skítlegt af þér sem fjölmiðlamanni að ætla að fara að nýta þér það,“ sagði Gunn- ar Bragi þegar hann var spurður út í upptökurnar. Hljóðið í honum átti þó eftir að breytast þegar alvar- leiki málsins varð honum ljós. Og alvarleiki málsins er mik- ill. Þjóðin er agndofa yfir þeim orðum sem sumir þingmennirn- ir létu falla þetta örlagaríka kvöld. Bergþór og Gunnar Bragi voru sýnu verstir og vandséð er að þeir eigi afturkvæmt úr leyfi sínu frá Alþingi. Karl Gauti og Ólafur úr Flokki Fólksins létu fá, ef nokkur, ósæmileg orð falla þó að ummæli þeirra um leiðtogahæfileika Ingu Sæland hafi gert það að verkum að þeim var ekki vært í Flokki fólks- ins. Líklega lifa þeir félagarnir af út kjörtímabilið sem þingmenn þó að þeir séu verulega laskaðir. Staða Sigmundar Davíðs og Önnu Kolbrúnar er síðan ansi flókin. Sigmundur Davíð sat lengi að sumbli með þeim Bergþóri og Gunnari Braga og lét sér vel líka groddaralegur talsmáti þeirra. Ég dreg það ekki í efa að hann hafi oft orðið vitni af grófari talsmáta með- al annarra þingmanna. Vanda- málið er að hann var gripinn í bólinu og það að benda á aðra er málsvörn sem hæfir leikskóla- börnum. Enn verri voru fyrstu við- brögð hans þar sem ábyrgðinni var varpað á Marvin, þann er tók sam- tal þingmannanna upp, og dreg- in upp langsótt samsæriskenn- ing. Höggið sem Lilja Alfreðsdóttir veitti Sigmundi og félögum hans í Miðflokknum í vikunni var þungt. Sigmundur brást við með því að koma loksins með einlæga og mannlega afsökunarbeiðni. Hann hefði þó mátt sleppa því að varpa hluta ábyrgðarinnar yfir á Lilju sjálfu. Líklega á Sigmundur Davíð eftir að þráast við í einhvern tíma en líklega er best fyrir hann og Miðflokkinn að hann stígi til hlið- ar. Hann getur svo freistað þess að mæta auðmjúkur til leiks í næstu kosningum og reynt að endurnýja umboð sitt ef hugur hans stendur til þess. Anna Kolbrún Árnadóttir, þing- kona Miðflokksins, hefur síð- an verið eins og lauf í vindi. Einn daginn algjörlega miður sín og íhugar afsögn en þann næsta gerði hún ekkert rangt. Það skal enginn gleyma því að Anna Kolbrún byrj- aði á því að uppnefna Freyju Har- aldsdóttur sem „eyju“ auk þess sem hún kallaði meðal annars Oddnýju G. Harðardóttur, þing- konu Samfylkingarinnar, „ræfil“. Hún lifir í sjálfsblekkingu ef hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt þetta kvöld. Áhugavert verður að sjá hvern- ig málið þróast á næstu dögum og vikum. Vonandi verður þetta mál til þess að þjóðfélagsumræð- an færist á hærra plan. Við þurfum sárlega á því að halda. n „Bergþór og Gunnar Bragi voru sýnu verstir og vandséð er að þeir eigi afturkvæmt úr leyfi sínu frá Alþingi. Áhrifalaus Halldór Benjamín Margir hafa á undanförnum dögum gert grín að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir mjög hæpnar skýringar hluta Klaust- ursupptakanna. Það er þegar einhver heyrist augljóslega herma eftir sel eða sæljóni. Skýringarnar sem gefnar hafa verið á þessu eru að einhver hafi mögulega verið að færa stól eða bremsa á reiðhjóli fyrir utan. Sigmundur hringdi sér- staklega í Freyju til að koma þessum samsæriskenningum áfram. Staðreyndin er hins vegar sú að samsæriskenningar höfða til margra og þeir sem trúa þeim fer fjölgandi, sérstaklega á hægri væng stjórnmálanna. Þetta sést til dæmis hjá stórum hluta kjósenda Trump sem trúir hugmyndinni um Qanon. Hægt er að halda hverju sem er fram svo lengi sem nógu margir trúa. Samfylkingarflokkarnir Staksteinar Morgunblaðsins uppnefna Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn reglulega sem „Samfylkingarflokkana“. Þessi lenska hefur tíðkast síð- ustu ár, fyrst voru það Björt framtíð og Samfylkingin, svo bættu þeir Pírötum við og svo tók Viðreisn við af Bjartri fram- tíð. Enda var það vægast sagt illa séð í Hádegismóum þegar einstaklingar hættu í Sjálfstæð- isflokknum og fóru yfir í Við- reisn. Uppnefnið er kannski for- tíðarþrá í tímann þegar flokkarnir voru að hámarki fimm. Það er áhugavert að nota þessa skil- greiningu ofan úr Hádegismó- um á kannanir sem hafa birst síðustu daga. Samfylkingin mælist með rúm 20%, Pírat- ar 14% og Viðreisn með 14%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með svipað fylgi og Samfylk- ingin. Þetta þýðir að „Samfylk- ingarflokkarnir“ eru með meira en helmingi meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Spurn- ing hvort Hádegismórar þurfi að safna saman „Sjálfstæðis- flokksflokkum“ til að eiga roð í „Samfylkingarflokkana“. Hverjir af sexmenningunum á Klaustri eiga að segja af sér? „Þeir eiga allir að segja af sér“ Geirfinnur Þórhallsson „Bara allir“ Aníta Kristjánsdóttir „Allir með tölu“ Ragnheiður Jónsdóttir „Bergþór Ólason og Gunnar Bragi“ Elvar Sturlaugsson Ágúst Bent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.