Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 24
24 SPORT 7. desember 2018 Hvaða leikmenn komast í besta íslenska landslið allra tíma? - Sérfræðingar velja A ð velja besta landslið allra tíma getur verið flókið og aldrei verða allir sam- mála um slíkt. Guðmund- ur Benediktsson, gefur út bók þessi jólin og þar velur hann með- al annars besta íslenska karla- landslið allra tíma. Liðið sem Guð- mundur stillir upp er skemmtilegt en þar vantar líka marga frábæra leikmenn, enda erfitt að koma öll- um fyrir þegar aðeins 11 pláss eru í liðinu. Við fengum nokkra öfl- uga einstaklinga til að stilla upp sínu besta landslið. Liðin litast því af þeirri staðreynd að menn eru fæddir á mismunandi aldri og sumir tóku þá ákvörðun að velja aðeins leikmenn sem þeir fylgdust með. Einnig völdum við okkar lið en beðið var um að rökstuðningur fylgdi liðinu. Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Ég ákvað að stilla upp í 3-4-3 kerfi sem landsliðið notar ekki mikið. Með því kerfi náði ég að koma inn flestum af þeim leikmönnum sem ég hef séð með landsliðinu, og taldi eiga heima í svona liði. Ég horfði aðeins í frammistöðu með landsliðinu og þar sem ég er fæddur árið 1990 get ég ekki dæmt um það sem var í gangi áður. Ásgeir Sigurvins- son, Arnór Guðjohnsen og fleiri komu ekki til greina hjá mér en ættu líklega heima í svona liði. Tveir leikmenn koma frá gamla tímanum, þar sem lítið gekk með landsliðinu. Leikmenn sem stóðu alltaf fyrir sínu. Það sem vafðist mest fyrir mér var hvort ég ætti að hafa Birkir Bjarnason eða Alfreð Finnboga- son í liðinu. Að lokum valdi ég Alfreð því hans fram- lag, þegar hann hefur fengið stórt hlutverk, hefur reynst liðinu ómet- anlegt. Ég mætti á minn fyrsta landsleik árið 1998 og hef mætt á nánast alla leiki síðan þá. Val mitt litast af aldri mínum, ég hef ekki séð nema smá sjónvarpsklippur úr mörgum leikjum sem voru spilaðir á síð- ustu öld! Sjö leikmenn í liðinu koma úr hópnum sem fór í 8-liða úr- slit á EM 2016 og margir miðjumenn eru á blaði. Í vörninni eru síðan þrír grjótharðir miðverðir. Ég stilli upp í 4-4-2 kerfið, það sem hefur reynst okkar landsliði best. Hannes er í markinu, það er ekki spurning, sá besti sem við höf- um átt. Í varnarlínunni er ég með öfluga sveit, Guðni var magnaður varnarmaður, fljótur og las leikinn vel. Lék mestmegnis sem mið- vörður en einnig í bakverðinum. Í hjartanu er ég með Atla Eðvalds- son, ótrúlega fjölhæfan leikmann og trúlega besta skallamann sem við höfum átt. Kári er svo mikill leiðtogi og gerir aðra betri í kringum sig. Í vinstri bakverðinum er ég með manninn með risastóra hjart- að og ódrepandi baráttuvilja, Hermann Hreiðarsson. Á miðjunni er ég með fjóra snillinga. Toddi Örlygs var gríðarlega góður leikmaður og skoraði mikilvæg mörk. Mjög vanmetinn. Ásgeir Sigurvinsson, að mínu mati sá besti sem við höfum átt. Um Gylfa þarf ekkert að fjöl- yrða, Aron Einar er svo fyrirliði þjóðar. Í framlínunni er ég með feðga. Eið Smára (erfitt að gera upp á milli hans og Ásgeirs Sigurvins sem þess besta) og Arnór sem var ofboðs- lega góður í fótbolta. Gríðarlega kröftugur. Breiðhyltingurinn hefur kannski ekki náð sömu hæðum og Árni Gautur á félagsliðaferlinum en á þeim 25 árum sem ég hef fylgst með landsliðinu hefur enginn verið jafnstöðugur og átt jafnmarga stórleiki og Hannes Þór. Ótrúleg saga. Varnarlínan er með alvöru karakterum, besti varnarmaður besta íslenska landsliðs sögunnar er sjálfvalinn. Kári Árnason enn og aftur að sýna mikilvægi sitt á þessum síðustu og verstu. Kóngur- inn í teignum, leiðtogi og bara einfaldlega frábær miðvörður. Miðvarðarteymið sem Ragnar Sigurðs- son hefur skipað með Kára er það besta í sögunni enda hefur liðið náð sögulegum árangri. Ótrúlegar margar lykiltæklingar á lykilstundum í gegnum tíðina. Geggjaður leikmaður. Við höfum átt marga góða miðverði en Guðni Bergsson á hátindinum var ekkert eðlilega góður. Öskufljótur, sterkur, góð- ur skallamaður og mikill leiðtogi á vellinum. Hefði auðvitað átt að spila miklu fleiri leiki. Á miðsvæðinu verður kannski ekki mik- ið varist hægra megin í mínu liði en af þessum sem ég byrjaði að horfa á þegar að ég var gutti var Arnór Guðjohnsen einn af fáum í baráttuglöðu íslensku liði sem hafði svo mikinn WOW-factor. Stundum hrein- lega skildi ég ekki hlutina sem hann var að gera inn á vellinum. Þetta var svo óíslenskt. Fyrirliði þjóðarinnar, Aron Einar, og besti fyrirliði sögunnar er að sjálfsögðu í mínu liði. Hefur alltaf verið mikill leiðtogi en er einnig orðinn, fyrir löngu síðan, frábær miðjumaður sem stýrir liðinu eins og her- foringi. Einn allra mikilvægasti leikmað- ur besta landsliðs sögunnar. Ekki er hægt að sleppa þeim leikjahæsta. Rúnar, stýrði miðjunni í mjög mismunandi og stundum ansi döprum landsliðum en sýndi alltaf gæði sín. Manni leið alltaf vel með Rúnar á boltanum sem var kannski alveg það sama og hægt var að segja um marga samherja hans. Besti landsliðsmaður sögunnar er í liðinu. Þetta er Gylfi Þór Sigurðsson. Orð eru óþörf. Jóhann Berg, einn besti sóknarleik- maður sem við höfum átt sem hefur bætt sig nán- ast með hverjum leik. Orðinn frábær varnarmaður sömuleiðis og einn af mikilvægustu mönnum þessa magnaða liðs okkar í dag. Í framlínunni er ég með bestu pjúra níuna í sögunni. Raðaði inn mörkum reyndar á tiltölulega stuttu tímabili en mörkin telja í þessu og Kolbeinn gat/getur svo sannarlega skorað þau þegar að hann er í toppstandi. Með honum er Eiður Smári, besti leikmaður frá Íslandi sem ég hef séð spila fótbolta. Sá markahæsti frá upphafi og bara sá besti þegar talað er um hæfileika á þeim tíma sem ég hef horft á landsliðið. Hörður Magnússon – Íþróttafréttamaður hjá Stöð2 Hörður Snævar Jónsson – Ritstóri 433.is Fæðingarár – 1990 Tómas Þór Þórðarson – Íþróttafréttamaður hjá Stöð2 Fæðingarár – 1984 Magnús Már Einarsson – Ritstjóri Fótbolti.net Fæðingarár – 1989
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.