Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 32
32 7. desember 2018 S kór, pípa, kokkahúfa og dolla af hárgeli. Þetta virð- ast ekki vera merkilegir hlutir, hvað þá verðmætir og þeir voru það örugglega ekki þann 14. apríl 1912. En skömmu fyr- ir miðnætti það kvöld sigldi gufu- skipið RMS Titanic, sem var í jóm- frúarferð sinni frá Southampton á Englandi til New York í Bandaríkj- unum, á stóran borgarísjaka um 600 km sunnan við Nýfundnaland. Klukkan 02.30 aðfaranótt 15. apr- íl sökk skipið til botns eða niður á tæplega fjögurra kílómetra dýpi. Af þeim 2.244 sem voru um borð létust 1.514. Slysið er því eitt versta sjóslys sögunnar á friðartímum og vekur enn mikla athygli og áhuga fólks. Slysið gerði það að verkum að fyrrgreindir skór, kokkahúfa, pípa og hárgelsdolla eru mjög verðmætir munir í dag. Þrátt fyrir að frá upphafi hafi verið vitað nokkuð nákvæmlega hvar skipið sökk var ekki heiglum hent að finna flakið og margar slík- ar leitartilraunir fóru út um þúfur. Það var ekki fyrr en þann 1. sept- ember 1985 sem flakið fannst loks- ins. Þá tókst bandaríska vísinda- manninum og haffræðingnum Robert Ballard að staðsetja flak- ið. Hann er greinilega ekki van- ur að gefast upp því fjórum árum síðar fann hann flak þýska or- ustuskipsins Bismarck sem var sökkt í orustu á Norður-Atlants- hafi 1941 og árið 2002 fann hann flak hraðskeiða tundurskeytabáts- ins PT-109 sem John F. Kennedy hafði gegnt herþjónustu á. Ballard tryggði sér ekki réttinn til að bjarga verðmætum úr flökunum og hafði ekki í hyggju að gera neitt í þá veru þar sem hann taldi grafarró eiga að ríkja við flökin. Eftir töluverð lögfræðileg átök var rétturinn til að sækja verð- mæti niður að flaki Titanic veittur bandaríska fyrirtækinu RMS Titanic Inc. sem varð síðar hluti af bandaríska fyrirtækinu Premi- er Exhibitions. Frá 1985 til 2004 gerði RMS Titanic Inc. út átta stóra leiðangra að flaki Titanic og tókst að ná mörg þúsund hlutum upp á yfirborðið. Hluti þeirra var seld- ur til safna og einkasafnara en stóru safni, um 5.500 munum, var haldið saman og hefur það ver- ið sýnt á fjölda sýninga um allan heim, á vegum Premier Exhi- bitions, en um 25 milljónir manna hafa sótt þessar sýningar. Árið 2010 var enn á ný kafað við flak Titanic en þá var markmiðið að ljósmynda flakið og leggja mat á ástand þess eftir tæp 100 ár á hafsbotni. Safnið selt 2012 glímdi Premier Exhibitions við mikla fjárhagserfiðleika og neyddist til að selja Titanic-safnið á uppboði en dómstóll hafði úr- skurðað að selja skyldi safnið í heilu lagi. Byrjunarverð á safn- inu var um 180 milljónir dollara. Uppboðið átti að vera þann 4. apr- íl 2012, 10 dögum fyrir 100 ára af- mæli slyssins. En uppboðið gat ekki farið fram eins og til stóð því ættingjar þeirra sem létust í slys- inu mótmæltu hástöfum og sögðu að um óhugnanlegt grafarrán væri að ræða. Uppboðinu var síðan fre- stað og síðar kom í ljós að enginn var reiðubúinn til að greiða þær 180 milljónir dollara sem Premi- er Exhibitions vildu að lágmarki fá fyrir safnið. Fyrir tveimur árum var Premi- er Exhibitions, sem og öll dóttur- fyrirtæki þess, úrskurðað gjald- þrota. Skiptaréttur ákvað síðar að safnið skyldi selja í heilu lagi til hæstbjóðanda ásamt réttin- um til að sækja fleiri muni í flak Titanic. Kröfuhafar í bú Premier Exhibitions höfðu krafist þess að safninu yrði skipt upp og einstak- ir hlutir seldir stakir en því hafn- aði dómstóllinn. Eftir töluvert þras úrskurðaði bandarískur dóm- stóll að selja mætti safnið til hóps vogunarsjóða sem höfðu tekið sig saman um að bjóða í það. Þeir greiddu 19,5 milljónir dollara fyrir safnið. Ef fleiri boð hefðu borist og þau hefðu náð 21,5 milljón dollara hefði verið efnt til hefðbundins uppboðs en þar sem enginn bauð þá upphæð úrskurðaði dómstóll- inn að selja mætti safnið til vog- unarsjóðanna. Hópur breskra safna, þar á meðal National Maritime Muse- um og National Museums Northern Ireland, hafði einnig hug á að bjóða í safnið í samvinnu við Titanic Foundation Limited en féllu frá boði í það þar sem þeim tókst ekki að afla nægra fjármuna til að geta komið með lágmarks- boð í safnið en það var einmitt 19,5 milljónir dollara. Ekki er enn ljóst hvað verður um safnið en talsmenn safnanna, sem hugð- ust bjóða í það, óttast að því verði skipt upp og munirnir því dreifast vítt og breitt og þetta einstaka safn fari því nánast forgörðum. Líklegt má telja að þessi ótti þeirra sé á rökum reistur enda eru vogunar- sjóðir þekktir fyrir allt annað en að láta menningarverðmæti sitja í fyrirrúmi, markmið þeirra er að- eins eitt og það er að græða pen- inga. Þeir hafa því væntanlega séð sér leik á borði með því að kaupa safnið og telja sig geta selt það fyrir hærri upphæð og þannig hagnast og þá væntanlega ekki um neina smáaura. n FRÉTTIR - ERLENT Ekki ljóst hvað verður um safnið „Frá 1985 til 2004 gerði RMS Titanic Inc. út átta stóra leiðangra að flaki Titanic og tókst að ná mörg þúsund hlutum upp á yfirborðið Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is HÖRÐ BARÁTTA UM MIKIL VERÐMÆTI ÚR FLAKI TITANIC Titanic Sökk í jómfrúarferð sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.