Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 34
Tómstundir og útivist 7. desember 2018KYNNINGARBLAÐ SUNDSKÓLI SÓLEYJAR: Gæðastund fyrir fjölskylduna Á nýju ári er alveg tilvalið að skella sér á sundnámskeið og hjá Sundskóla Sóleyjar er af ýmsu að taka. „Við erum með ungbarnasund, barnasund, einkatíma, skriðsundnámskeið og vatnsleikfimi fyrir fullorðna. Börn allt frá tveggja mánaða aldri og upp í tólf ára sækja einnig fjölbreytt námskeið hjá mér allt árið,“ segir Sóley, eigandi sundskólans, ungbarnasundkennari og íþróttakennari. Sundskóli Sóleyjar hefur verið starfandi í 20 ár og hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt. „Þetta er fullt starf hjá mér í dag sem er ágætt því þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Sóley. Hjá sundskólanum starfar einnig Ragnheiður Sæmundsdóttir, ungbarnasundkennari og íþróttakennari. Sjálfsörugg í sundi Ungbarnasund kom til sögunnar í kringum árið 1990 og hefur lengi verið vinsælt. Að sögn Sóleyjar hefur hins vegar mesti vöxturinn undanfarin ár verið í barnasundi. Slík tómstundaiðkun barna hefur margvíslega kosti fyrir utan þá að vera holl hreyfing. Til dæmis er afar gott fyrir börn að stunda sundnámskeið áður en þau fara í skólasund því það gerir þau að sterkari einstaklingum og þau verða miklu sjálfsöruggari í skólasundinu. Enn fremur eru barnanámskeiðin, sem og ungbarnasundið, sannkölluð gæðastund fyrir fjölskylduna því foreldrar eru alltaf með barninu í lauginni, nema þegar um einkakennslu er að ræða. Mikilvægt að halda sundinu við „Það er líka mjög mikilvægt að viðhalda kunnáttunni. Það hefur komið fyrir að ég fái til mín fólk á ungbarnanámskeið og svo kemur það aftur með barnið á barnanámskeið fjórum árum síðar. En í millitíðinni er barnið orðið vatnshrætt. Það er því mikilvægt að fjölskyldan fari reglulega í sund eða barnið haldi áfram á námskeiðum eftir ungbarnasundið,“ segir Sóley. Meiri árangur ofan í lauginni Námskeiðin fara fram í tveimur sundlaugum, önnur er á Hrafnistu í Hafnarfirði en hin á Hrafnistu í Kópavogi. „Okkar markmið er að kenna börnum að synda í gegnum leik, þannig að þau upplifi ekki þessa hefðbundnu sundkennslu með kennarann uppi á bakkanum. Í sundkennslunni förum við Ragnheiður báðar ofan í laugina með öllum. Það á einnig við um fullorðna fólkið í skriðsundinu og vatnsleikfiminni að þar er ég líka ofan í lauginni. Ég tel mig ná betri árangi með því að vera í augnhæð við nemendurna, sama á hvaða aldri þeir eru, hvort sem þeir eru tveggja mánaða eða sjötíu ára,“ segir Sóley. Sundkennsla á landsbyggðinni „Við förum einnig út á land með kennsluna okkar og bjóðum landsbyggðarbörnunum sömu þjónustu og börnunum hér í bænum. Það er svo gaman að leyfa börnunum á landsbyggðinni að upplifa ævintýrið sem ég er með í gangi í sundlauginni. Þá kennum við tvær helgar á hverjum stað og börnin mæta tvisvar á dag í sund. Síðast í nóvember fórum við til dæmis í Búðardal,“ segir Sóley. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni sundskoli.is og ástæða til að hvetja foreldra til að skoða hana vel. Þar eru mjög fróðlegar upplýsingar um námskeiðin auk þess sem hægt er að skrá sig á námskeið á vefnum. Skráning og kennsla er nú þegar hafin og ekki ekki seinna vænna að skrá sig fyrir nýja árið. Sjá einnig Facebook-síðuna Sundskóli Sóleyjar. n Kraftlyftingar eru vinsæl íþrótt og yfir 1.500 iðkendur íþróttarinnar eru skráðir í félagagrunn ÍSÍ. Á vissan hátt kemst meirihluti fólks í ákveðna snertingu við íþróttina vegna þess að greinarnar þrjár, bekkpressa, hnébeygja og réttstöðulyfta eru alþekktar og mikið iðkaðar í líkamsræktarsölum landsins. Margir sem taka ástfóstri við þessar hollu og skemmtilegu æfingar ganga síðan skrefi lengra og fara að æfa íþróttina með keppni í huga. „Það er einnig svo að styrktarþjálfun kemur við sögu í nær öllum öðrum keppnisíþróttum. Sumir fara þá að keppa meira við sjálfa sig en aðrir og hafa gaman af að lyfta sífellt þyngra. Maður vill taka þetta á næsta stig. Þannig byrjaði þetta hjá mér,“ segir Aron Friðrik Georgsson, stjórnarmaður í Kraftlyftingasambandi Íslands og formaður lyftingadeildar Stjörnunnar. Kraftlyftingar eru ein þeirra íþrótta þar sem margfalt meiri tími fer í æfingar en keppni. „Það eru bara þessar þrjár greinar í kraftlyftingum og í fullri keppni eru þrjár lyftur í hverri grein. Keppnin er því það minnsta sem maður gerir en þeim mun meiri tími og orka fara í að byggja grunninn undir þetta með stöðugri iðkun á þessum þremur æfingum og svo ýmsum hjálparæfingum,“ segir Aron. Kraftlyftingaæfingarnar þrjár eru mjög víðtækar æfingar fyrir líkamann og taka á stórum vöðvahópum: „Sem dæmi þá skipta fæturnir meira máli í bekkpressu en margir gera sér grein fyrir. Fyrir lengra komna er nefnilega gott að ná sterkri spyrnu í gólfið til að halda sér stöðugum.“ Kraftlyftingaæfingarnar þrjár eru mjög hollar fyrir líkamann ef réttri tækni er beitt og með réttri tækni er hægt að forðast meiðsli og hámarka árangur sinn. Að sama skapi hefur röng tækni leitt til meiðsla hjá mörgum en afar mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum fagmanna um þessar lyftur. Þess má geta að Kraftlyftingasamband Íslands er sérsamband innan ÍSÍ og iðkendur gangast undir strangt lyfjaeftirlit. Heilbrigð nálgun á íþróttina er ein af megináherslum sambandsins. Kraftlyftingar í blóma og stundaðar um allt land Hægt er að æfa kraftlyftingar í yfir 25 íþróttafélögum sem eru staðsett vítt og breitt um landið. Eins og vænta má eru þessar deildir misöflugar en margar eru á uppleið og hjá sumum er aðstaða til fyrirmyndar og margir afreksmenn í íþróttinni verða til. Á næsta ári eru nokkur spennandi kraftlyftingamót á dagskrá en það fyrsta er hluti af Reykjavíkurleikunum, alþjóðlegt boðsmót sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 27. janúar. „Þetta mót er á mótadagskrá alþjóðasambandsins og því geta fallið á því heimsmet. Það verða 10 keppendur í karlaflokki og jafnmargir í kvennaflokki – blanda af innlendum keppendum og erlendum gestum. Þetta er vigtar- stigamót, það er að segja að reiknað er út hlutfall líkamsþyngdar keppenda og þeirra samanlagðrar þyngdar sem þeir lyfta á mótinu. Stigin eru reiknuð út frá þessu og stigahæstu keppendurnir vinna mótið,“ segir Aron. Ítarlegar upplýsingar um kraftlyftingadeildir íþróttafélaga vítt og breitt um landið og reglulega uppfærðar fréttir af kraftlyftingum og mótamálum er að finna á vefsíðunni kraft.is. n Vinsæl og holl íþrótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.