Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 38
Tómstundir og útivist 7. desember 2018KYNNINGARBLAÐ COERVER ICELAND: Námskeið sem gerir góðan leikmann betri Coerver Iceland sérhæfir sig í knattspyrnuþjálfun og er hluti af Coerver Coaching, sem var stofnað árið 1984 af Alfred Galustian og Chelsea-goðsögninni Charlie Cooke, undir áhrifum hins goðsagnakennda hollenska þjálfara, Wiel Coerver. Þjálfunin byrjaði hér á landi árið 2013 og er Heiðar Birnir Torleifsson framkvæmdastjóri og yfirþjálfari Coerver Iceland. „Við hjá Coerver erum með okkar eigin kennslu- og æfingaáætlun og í dag störfum við í 44 löndum og þjálfunin er í boði allt árið um kring,“ segir Heiðar. Iðkendur eru á öllum aldri og frá öllum félögum. „Oftast er aldurinn nemendur í 1.–8. bekk þótt við förum alveg upp í 10. bekk. Svo vinnum við einnig með eldri leikmönnum, það er 2. flokki og leikmönnum í meistaraflokki, en það er meira einkaþjálfun og erum við þá að hjálpa leikmönnum með einhverja ákveðna þætti í þeirra leik.“ Það eru leikmenn á öllum færnistigum sem mæta og kennsluáætlunin verður því að henta öllum, þannig að allir, hvar sem þeir eru staddir með tilliti til færni, geti komið á námskeiðin og náð framförum og notið sín. Mikilvægt að börn fái færniþjálfun Coerver er með eigin kennsluáætlun sem var gefin út árið 1997. Vel var vandað til verks og það er enginn annar með álíka kennsluáætlun. „Fótbolti er bara skoðun og þetta er okkar skoðun,“ segir Heiðar og segir afar mikilvægt að börn fái færniþjálfun, sérstaklega undir 14 ára aldri. „Við trúum því að allir aðrir þættir leiksins byggist á grunnfærninni, það er, ef hún er ekki til staðar þá komi það niður á öðrum þáttum leiksins seinna meir, svo sem taktík, einbeitingu og fleira. Allar æfingar og uppbygging æfinga eru töluvert öðruvísi en krakkarnir eru vanir. Þær eru byggðar upp þannig að allir eru með bolta. Svo eykst erfiðleikastigið og við reynum að gera æfingarnar eins líkar leiknum og mögulegt er. Allt sem þau gera og læra er í beinni tengingu við það sem þau lærðu á undan. Coerver Coaching er fyrir alla og okkar mantra og hugmyndafræði er að allir eiga skilið góða þjálfun.“ Þjálfarar sækja líka námskeið hjá Coerver Coerver hefur einnig haldið námskeið fyrir þjálfara, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. „Við höfum haldið þjálfaranámskeið fyrir fjölmörg félög, til dæmis Breiðablik, Víking, Akranes, Fram, Selfoss, Vestra, Fjarðabyggð og tvö námskeið fyrir KSÍ. Yfir 300 þjálfarar hafa komið á námskeið hjá okkur. Þeir hafa verið frá meistaraflokki niður í yngstu flokka; allt frá mjög reyndum þjálfurum með allar UEFA þjálfaragráðurnar, til þjálfara sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í bransanum,“ segir Heiðar. „Coerver Coaching er fyrir alla og til að mynda eru okkar iðkendur frá byrjendum upp í afreksmenn og allt þar á milli. Við getum sniðið okkar æfingar að þörfum hvers og eins“. Ávinningur leikmanna: n Leikmaður eykur leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu n Leikmaður lærir færni bestu knattspyrnumanna heims n Leikmaður eykur hraða með og án bolta n Leikmaður nýtur fótboltans betur óháð eigin getu Næstu námskeið Coerver Coaching eru eftirfarandi: Mosfellsbær 14.–16. desember Akraneshöllin 21.–23. desember Fífan í Kópavogi 27.–29. desember Allar skráningar fara fram á coerver.is/store Allar frekari upplýsingar um Coerver eru á heimasíðunni: coerver.is n Sigurður Víðisson yfirþjálfari hjá K.R. og Heiðar Birnir Torleifsson yfirþjálfari Coerver Iceland að handssala samstarfssamning sl. okt. milli Knattspyrnudeildar K.R. og Coerver Coaching. Við undirskrift á áframhaldandi samstarfi milli Coerver Coaching og Knattspyrnudeildar Breiðabliks: Sigurður Hlíðar Rúnarsson, verkefnastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks og Heiðar Birnir Torleifsson, yirþjálfari og framkvæmdastjóri Coerver Coaching á Íslandi. Stofnendur Coerver Coaching, þeir Alfred Galustian og Charlie Cooke, ásamt bandarísku goðsögninni Kristine Lilly að taka við viðurkenningu frá Fífa á 30 ára afmæli Coerver Coaching.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.