Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 42
Tómstundir og útivist 7. desember 2018KYNNINGARBLAÐ Ungbarnasund er eitt það fallegasta sem foreldri og barn geta upplifað saman á ævinni. Ólafur Ágúst Gíslason ungbarnasundkennari, með meiru, er með dásamleg ungbarnasundnámskeið í boði fyrir nýbakaða foreldra á Reykjalundi. „Ungbarnasund er skemmtileg leið til þess að tengjast ungbörnum sínum og auka öryggi þeirra í vatni. Í mörgum tilfellum hefur ungbarnasundið fyrirbyggjandi áhrif á vatnshræðslu. Enn fremur hjálpar það foreldrum að umgangast börnin á öruggan hátt í vatninu. Þetta er raunar eins og fyrsta líkamsrækt barnsins. Vatnið gefur öðruvísi eftir en andrúmsloftið, veldur meira viðnámi við líkamann sem orsakar meiri áreynslu fyrir barnið og eykur þá styrk barnsins og jafnvægi. Einnig örvar vatnið barnið, eykur einbeitingu og styrkir ónæmiskerfið. Útkoman er í langflestum tilfellum að barnið sefur og borðar betur og líður almennt betur. Ávinningurinn er eiginlega með ólíkindum,“ segir Ólafur. Óskastund með fjölskyldunni „Ég hef verið með námskeiðin í hartnær 17 ár og undantekningarlaust myndast skemmtileg stemning. Í flestum tilfellum drífur fólk sig ekki heim eftir námskeiðið heldur staldrar við, fer í pottinn með börnin og spjallar saman. Mjög oft er fólk svo að koma með annað og þriðja barn í námskeiðin því það tókst svo vel með það fyrsta,“ segir Ólafur. Ungbarnasundnámskeiðin eru sannkölluð gæðastund fyrir fjölskyldur þar sem foreldrar og börn njóta samverunnar í rólegu og þægilegu andrúmslofti. Líkamsrækt B&Ó Garðbæingar ættu margir hverjir að kannast við Ólaf enda starfaði hann í fjöldamörg ár sem íþróttakennari í Garðaskóla í Garðabæ. Hann er menntaður íþróttakennari og kennir námskeið við Líkamsrækt B&Ó í Ásgarði í Garðabæ. „Við erum með þetta saman, ég og Elín Birna Guðmundsdóttir, sem er íþróttakennari að mennt. Hún er einnig ungbarnasundkennari. Saman erum við með námskeið í Líkamsræktinni fyrir um 120 manns, bæði karla og konur. Birna sér um kvennanámskeiðin, en konurnar eru 60 talsins. Sjálfur er ég með líkamsræktarnámskeið fyrir um 60 karla á mjög breiðu aldursbili. Sá yngsti er fertugur og sá elsti er 82 ára,“ segir Ólafur. „Tímarnir samanstanda af fjölbreyttum líkamsæfingum þar sem hver og einn ræður sínum hraða. Tímarnir byggjast upp á upphitun, lóðaæfingum, tvímenningsæfingum eða fjölbreyttri stöðvaþjálfun í 30–35 mínútur þar sem er af ýmsu skemmtilegu að taka. Einnig er spilaður körfubolti. Karlarnir komast yfirleitt í mikið keppnisskap við það og er fátt skemmtilegra en að sjá unglingana brjótast fram hjá þeim. Í lokin er teygt vel á og margir hverjir skella sér í laugina, heita pottinn eða þann kalda eftir á,“ segir Ólafur. Félagsskapurinn skiptir máli Námskeiðin snúast ekki eingöngu um líkamlega áreynslu heldur finnst Ólafi mikilvægt að virkja félagslega þáttinn. „Það gerir þetta að miklu meira en bara líkamsrækt, 50% líkamsrækt og 50% félagsskapur. Við vorum t.d. með haustfagnað síðasta miðvikudag þar sem kom zumba-kennari sem kenndi stórskemmtileg dansspor. Síðan var farið út í Stjörnuheimili þar sem kokkur kom og eldaði fyrir okkur dýrindis máltíð. Saman áttum við öll stórskemmtilega kvöldstund. Einnig höfum við farið saman í jeppaferðir á haustin, gönguferðir á sumrin, verið með vorfagnaði og haldið helgistund í Maríuhellum í Heiðmörk á aðventunni eftir um klukkustundar gönguferð. Í ár er hún á morgun, 8. desember,“ segir Ólafur. Ungbarnasund Óla Gísla fer fram í stórglæsilegri innisundlaug endurhæfingarmiðstöðvarinnar að Reykjalundi. Næsta námskeið byrjar 11. desember og stendur fram til 15. janúar. Líkamsrækt B&Ó er staðsett íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. Nánari upplýsingar má nálgast á likamsraekt.is (http://likamsraekt.is/) Sími: 847-2916 Netfang: oligisla@hotmail.com og oligisla@ungbarnasundolagisla.is n Ungbarnasund og „old boys“ líkamsrækt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.