Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 43
Tómstundir og útivist 7. desember 2018 KYNNINGARBLAÐ Ljómi aðventutónleika hefur fylgt mér í rúma hálfa öld. Fyrst þegar ég söng sem barn með kórunum mínum í Hafnarfirði svo sem kórstjóri frá árinu 1981. Engin ljós eru skærari en góður samhljómur brosandi barna og kórfólks á aðventu og jólum. Þetta er uppáhaldstíminn minn í söng og innihaldsríkir trúartextarnir næra hug minn og sál. Myrkrið verður bara að nauðsynlegri umgjörð svo allt þetta fái meiri dýpt og mótvægi,“ segir Margrét Pálmadóttir, kórstjóri og stofnandi Domus Vox. Domus Vox er söngskóli og kóraheimili átta mismunandi kóra. Vox feminae og Cantabile eru kvennakórar, hvor um sig telur um fimmtíu félaga. Domusdrengirnir er nýjasti kórinn, ætlaður drengjum frá sex ára til tíu ára. Kórinn tekur á móti nýjum drengjum á vorönn. Margrét Pálma, Þorsteinn Sigurðsson tenór og Jón Elísson píanóleikari eru aðalleiðbeinendur drengjakórsins. Stúlknakórarnir eru fimm talsins og tilheyra allir Stúlknakór Reykjavíkur. Elsti hópurinn er Dömukórinn AURORA ætlaður 18 ára og eldri og stjórnað af Sigríði Soffíu Hafliðadóttur. Aðrir stjórnendur stúlknanna eru þær Guðrún Árný Guðmundsdóttir og Margrét Pálma. Stúlknakór Reykjavíkur mun syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á árlegum jólatónleikum hljómsveitarinnar í Eldborgarsal helgina 15. og 16. desember n.k. Alls syngja um 250 manns í sönghúsinu Domus Vox sem jafnframt er eina sönghúsið á Íslandi í eigu kvenna- og stúlknakóra. Aðventutónleikar 8. desember Tímamót verða næstkomandi janúar þegar nýr kórstjóri, Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran, tekur við af Margréti sem aðalstjórnandi Vox feminae. Margrét verður að sjálfsögðu innan handar þar sem hún verður áfram listrænn stjórnandi sönghússins Domus Vox. Þriðju aðventutónleikar hússins verða laugardaginn 8. desember kl. 17.00 í Háteigskirkju. Kvennakórinn Vox feminae flytur þar, undir stjórn Margrétar, fallega efnisskrá sem tilheyrir þessari árstíð. Einsöngvari er Hanna Björk Guðjónsdóttir sem jafnframt er deildarstjóri einsöngsdeildar Domus Vox. Hljóðfæraleikarar tónleikanna eru Arnhildur Valgarðsdóttir, Erla Rut Káradóttir, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir. Kvennakórinn Cantabile syngur svo létta aðventudagskrá JÓL Í KÖLDU LANDI, í Hannesarholti n.k. þriðjudag 11. desember kl. 20.00 og miðar á þá tónleika fást á Tix.is. Innritun í alla kóra og í söngnám Domus Vox er í síma 511-3737 n Aðventuljóminn eykst með hverjum tónleikum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.