Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 50
Góður biti 7. desember 2018KYNNINGARBLAÐ MATARKJALLARINN: Einstök matarupplifun á aðventunni Matarkjallarinn, sem staðsettur er í Grófinni í hjarta miðbæjarins, býður upp á tvo matseðla fyrir jólin, til viðbótar við hefðbundinn matseðil. Upplifðu jólin er fjögurra rétta matseðill, sem býður upp á grillaða rjúpu og hægeldaða gæs, malt- og appelsínugrafinn lax, gljáð lambafillet og hvítt súkkulaði og jarðarber í eftirrétt. Hægt er að panta seðilinn með sérvöldum vínum. „Rjúpan fellur sérstaklega vel í kramið hjá gestum okkar,“ segir Valtýr Bergmann yfirþjónn Matarkjallarans. Jólaleyndarmál Matarkjallarans er svo sex rétta matseðill að hætti kokksins og þann seðil er einnig hægt að panta með sérvöldum vínum. „Flestir réttanna eru líka á a la carte seðlinum,“ segir Valtýr, „ef að fólk kýs frekar að velja sér af honum.“ Gjafabréf er frábær jólagjöf „Gjafabréf Matarkjallarans er fullkomin jólagjöf og tilvalin fyrir þá sem vita ekki hvað þeir eiga að gefa í jólagjöf,“ segir Valtýr. Gjafabréfin geta verið fyrir hvaða upphæð sem er, eða einhvern af samsettu matseðlunum sem gefandinn velur. Gjafabréf sem keypt eru fyrir jól eru á 15% afslætti og gilda frá 26. desember. Öll kvöld vikunnar er spilað á flygilinn okkar sem er Bösendorfer frá 1890. „Það verður að nýta hljóðfærið,“ segir Valtýr og brosir. Það eru tveir sem skiptast á að spila á flygilinn hjá okkur; Steindór Dan Jensen og Guðmundur Reynir Gunnarsson (Mummi). Matarkjallarinn er í Aðalstræti 2 og borðapantanir eru í síma 558 0000 eða á heimasíðu staðarins. Matarkjallarinn er líka á Facebook. Opið er í hádeginu alla virka daga frá kl. 11.30-15.00 og kl. 17.00-23.00 öll kvöld vikunnar. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.