Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 60
60 FÓLK 7. desember 2018 Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN Á rásinni Barnaefni á íslensku eru lesnar upphátt ýmiss konar barnabækur með skemmti- legum og faglegum hætti. Þess ber að geta að rásin hefur legið í dvala undanfarið ár, en þarna má engu að síður finna fínt safn af fjölbreyttum sögum handa yngri hópum. Yfir 900 manns eru skráðir sem áskrifendur þessarar rásar sem á erindi til margra. Lesið fyrir börnin Eins og segir í lýsingu rásar Guðjóns Daníels er hann bara ósköp venjulegur drengur frá Íslandi sem býr í snjóhúsi. Ef litið er framhjá því að seinni hluti setningarinnar er augljóslega tóm tjara, þá lýsir þetta húmor og persónuleika Guðjóns mætavel. Að rás hans eru í kringum 350 þúsund áskrifendur, sem flykkjast að til þess að skoða hvað sé að frétta af FIFA- og almennum fótboltaáhuga Guðjóns og fá sögur úr daglega lífinu. Þess má geta að Guðjón er þekktur fyrir að vera vinur bresku alnetsstjörnunnar JJ Olatunji, betur þekktri sem KSI. Á YouTube-rás Ásgeirs Hvítaskálds er ýmislegt að finna sem veitir góða mynd af áhugasviði mannsins, sem samanstendur af sviðslistum og kvikmyndagerð. Fyrir alla sem ekki vita var Ásgeir á bak við „költ-myndina“ Glæpur og samviska. Ásgeir lærði kvikmyndagerð í Danmörku og hefur gert fleiri en 10 heimilda- og stuttmynd- ir sem hlotið hafa viðurkenningu víða. Stikluna og ýmiss konar gotterí má finna á rásinni en henni veitir ekki af fleiri áskrifendum. Ekki skal vanmeta heim hvíslaranna. Á YouTube er fleiri en einn íslenskan hvíslara að finna og má nefna Elisabeth ASMR, sem hóf göngu sína fyrir fjórum árum og hefur slegið í gegn með róandi rödd sinni og nærveru. Í myndböndum hennar talar hún á ensku um hvers- dagslífið og tilveruna og hefur fengið góð viðbrögð við íslenska hreimnum sem einkennir afslappaðan talanda hennar. Elisabeth ASMR er með yfir 20 þúsund áskrifendur og tæpar þrjár milljónir í samanlögðum áhorfstölum þegar þetta er ritað. Stundum er gott að vera bara maður sjálfur, ekki síst ef til stendur að deila sjálfum sér með almenningi. Útvarpsmaðurinn Konni Gotta hjá Áttunni gleymir ekki góða skapinu á YouTube-rás sinni, en þar hefur hann verið að trekkja að með persónuleika sínum. Á aðgangin- um eru hin ýmsu vídeóblogg og annað sprell sem fylgjendur hans sækja í. Birgir Páll Bjarnason er einn stærsti Íslendingurinn á YouTube fyrr og síðar. Í október árið 2011 ákvað hann að gera myndband úr tölvuleiknum Battlefield og skömmu síðar hafði Birgir Páll atvinnu af því að útbúa myndbönd úr tölvuleikjum víða. Heildartala áhorfs á öllum myndböndum Birgis nær tæpum 93 milljónum og er áskrifendafjöldinn í kringum 500 þúsund. Einn sá allra stærsti Konni í filing Fjör og fót- bolti Hvíta- skáld í nærmynd Hversdagslífið í hvísli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.