Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Qupperneq 82
82 7. desember 2018
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
upplýsti hana um áform sín hvað
það varðaði.
Elsie sá í hendi sér að hætta
var á að framtíðardraumar henn-
ar breyttust í martröð og komst að
þeirri niðurstöðu að hún yrði að
grípa til aðgerða.
Föstudaginn 5. desember ein-
setti hún sér að leiða þetta mál til
lykta í eitt skipti fyrir öll. Þá tók
hún lestina til Crowborough og
gekk þaðan að býlinu. Var það í
síðasta skipti sem hún sást á lífi.
Elsie horfin
Þann 10. desember fékk Norman
símskeyti frá föður Elsie; vissi
Norman eitthvað um ferðir henn-
ar eða hvar hún héldi til. Norman
svaraði á þann veg að hann hefði
ekkert séð hana. Næsta dag hafði
faðir Elsie samband við lögregluna
og upplýsti hana um hvarf Elsie.
Það tók lögregluna ekki langan
tíma að fá staðfest að sést hefði til
ferða Elsie á leið hennar til býlis-
ins. Tveir blómabændur höfðu séð
hana, haldandi á skjalatösku, um
klukkan korter yfir fimm síðdegis
þann 5. desember.
Þrátt fyrir þennan vitnisburð
fullyrti Norman að Elsie hefði
aldrei komið á býlið umræddan
dag.
Norman handtekinn
Dagarnir liðu og ekkert spurð-
ist til Elsie og í byrjun janúar fór
lögreglan til nágranna Normans,
Annie Price. Hún var viss í sinni
sök; Elsie hafði gengið inn á býli
Normans daginn sem hún hvarf.
Lögreglan í Sussex ákvað þá að
tímabært væri að leita aðstoðar
Scotland Yard og aðalvarðstjór-
inn Gillan mætti á svæðið og tók
við rannsókninni. Gillan íhugaði
það sem lá fyrir og ákvað að hand-
taka Norman og í kjölfarið leita á
býlinu.
Í dós fann lögreglan úr, arm-
band og eitthvert skart úr eigu
Elsie og sneri sér að útihúsun-
um. Að þeirri leit lokinni upphófst
gröftur.
Norman opnar sig
Lánið lék við lögregluna og inn-
an skamms fannst taska Elsie og
urðu þá straumhvörf í málinu.
Norman sagði rannsóknarlög-
reglumönnunum að hann hefði
ekki orðið Elsie að bana, en hann
gæti vísað þeim á staðinn þar sem
hún var grafin.
Norman sagði að hún hefði
komið óvænt þann 5. desember.
Hún hefði verið æst og sagt að hún
myndi dvelja á býlinu þar til þau
yrðu gift. Hann hefði þá sagt henni
frá þeim tilfinningum sem hann
bar til Bessie og þau rifist vegna
þess.
Norman sagði að hann hefði
þá þegar verið búinn að mæla sér
mót við Bessie og móður hennar
og hann hefði farið af býlinu
klukkan hálf tíu um kvöldið. Elsie
hefði orðið eftir á býlinu.
Sjálfsmorð, segir Norman
Þegar Norman kom heim tveimur
tímum síðar sá hann, að eig-
in sögn, að Elsie hafði notað
þvottasnúrurnar til að hengja sig.
Hann hefði skorið hana niður,
sest niður og velt fyrir sér hvað til
bragðs skyldi taka.
„Ég náði í sögina mína og sag-
aði af henni fótleggina og höfuðið,“
sagði Norman og bætti við að
hann hefði grafið líkams leifarnar í
einni hænsnagirðingunni.
Læknirinn sem framkvæmdi
líkskoðunina sagði að hvergi væri
að finna ummerki sem bentu til
þess að reipi hefði herst að hálsin-
um. Norman var þá ákærður fyrir
morð.
Dauðadómur
Við réttarhöldin, sem hófust 4.
mars, 1925, mótmælti læknir á
vegum verjanda því að engin um-
merki hefðu verið sjáanleg á hálsi
Elsie, þar hefðu verið sár sem
hugsanlega væru eftir reipi.
Í skýrslu lögreglunnar kom
fram að loftbitarnir hefðu verið
skoðaðir og hvergi hægt að sjá
að reipi hefði herst að nokkrum
þeirra.
Þann 16. mars var kveðinn upp
sektardómur og Norman dæmdur
til dauða. Þann 22. apríl, tveimur
dögum fyrir það sem hefði orðið
27. afmælisdagur Elsie, var
Norman Thorne hengdur. n
Grafið í hænsnagirðingu Norman
vísaði lögreglu á líkamsleifar Elsie.
„Ég náði í sögina mína
og sagaði af henni
fótleggina og höfuðið
20 ár afplánaði Nýsjálendingurinn David Tamihere fyrir morðin á Heidi Paa-konaan, 21 árs, og kærasta hennar, Urban Hoglan, 23 ára, sænskum túrist-um sem voru á ferðalagi í Coromandel árið 1989. Parið hvarf á gönguför
um Coromandel-skagann og Tamihere viðurkenndi að hafa stolið bifreið þess.
Tamihere var ákærður fyrir morðin og dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember 1990,
þrátt fyrir að ekki hefði fundist tangur né tetur af Heidi og Urban. Það voru þrír
samfangar Tamihere sem voru burðarásinn í vitnaleiðslum ákæruvaldsins, en að
þeirra sögn viðurkenndi Tamihere fyrir þeim að hafa banað sænska parinu. Lík Urbans fannst árið 1991, en
líkamsleifar Heidi hafa aldrei komið í leitirnar.
David Tamihere var ekki ókunnur ofbeldi; hann myrti nektardansara að nafni Mary Barcham árið 1972,
réðst á 62 ára gamla konu á heimili hennar árið 1985 og státar að auki af þónokkrum dómum vegna kyn-
ferðislegs ofbeldis og líkamsárása.
Elsie og Norman Þónokkur aldursmunur var á
hjónaleysunum og áherslur ólíkar. Mynd: Getty