Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 88

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 88
7. desember 2018 47. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ég skil ekki neitt Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Helgar 11–17 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Spennutryllir úr samtímanum eftir Lilju Sigurðardóttur sem var nýlega tilnefnd til breska Gullrýtingsins, einhverra virtustu glæpasagnaverðlauna heims Hörkuspennandi og hröð saga með pólitísku ívafi í anda Borgen SPENNUTRYLLIR AF BESTU GERÐ „... sannfærandi, kraftmikil og áhugaverð spennusaga ...“ E R L A M A R Í A M A R K Ú S D Ó T T I R / M O R G U N B L A Ð I Ð „... heldur lesandanum við efnið með vel uppbyggðri fléttu og áhugaverðum persónum.“ B R Y N H I L D U R B J Ö R N S D Ó T T I R / F R É T T A B L A Ð I ÐLítt þekkt ættartengsl Sjónvarpsmaðurinn og handboltakappinn S jónvarpsmaðurinn Ein- ar Þorsteinsson hjá Ríkisútvarpinu hef- ur undanfarin ár stað- ið vaktina í sjónvarpsfréttum sem og Kastljósi. Á dögunum tók hann viðtal við Gunnar Braga Sveinsson vegna Klaust- ursmálsins svokallaða og stóð sig afburða vel í að þjarma að þingmanninum. Desem- ber er góður mánuður fyr- ir Einar en hann er sennilega þekktasti Íslendingurinn sem er fæddur 24. desember. Færri vita af tengslum Einars við besta handboltamann Íslands- sögunnar, Ólaf Stefánsson, sem undanfarið hefur getið sér gott orð sem fyrirlesari og gjörningalistamaður. Ólafur er kvæntur systur Einars, Kristínu Soffíu Þorsteins- dóttur, og eru kapparn- ir því mágar. Hver er elsta jólagjöfin sem þú átt enn? „Þegar ég fékk gjöfina góðu var ég þriggja ára og átti þrjú yngri systkini. Pabbi var alltaf á fundum í útlönd- um og varkár í fjár- málum. Jón afi gaf Lilju Heiðu ein jólin og næstu jól dúkkuvagn, því hún var svo fögur. Trausti vildi keyra vagn- inn og Lilja reiddi hönd til höggs, til er ljósmynd af því. Pakkinn minn var stór. Ég settist á gólfið við jólatréð og bjó mig undir að opna pakk- ann. Þá segir einhver að þetta sé dýr og ég sá að þetta var alvöru skinn. Ég fór að gráta. Dáið dýr. Á að gefa mér það! Þetta var grár kanínupels. Hlýr og yndislegur. Þarna lærði ég að faðir minn elskaði mig. Þótt væri svo „ljót“ að ég ætti aldrei dúkku skilið. Þið skiljið.“ Elsta jólagjöf Þórunnar Listakonan Magga gefur listaverk til styrktar góðum málefnum L istakonan Margrét Ósk Hild- ur Hallgrímsdóttir, eða Magga eins og hún er oft- ast kölluð, er sjálfmenntuð í myndlistinni og hefur haft nóg að gera í fjölbreyttum verkefnum. En auk þess að skapa lætur Magga líka gott af sér leiða og seldi nýlega verk til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands og gaf annað til Villikatta, sem félagið selur til styrktar Há- koti. „Mamma segir að ég hafi byrjað að teikna um leið og ég gat haldið á blýanti,“ sagði Magga í viðtali við DV í fyrra og sagði innblásturinn koma alls staðar að. Hún teiknar mest með penna eða blýanti, en málar einnig akrýlmyndir og vegg- myndir. „Flestar hugmyndirnar fæ ég á kvöldin og nóttunni.“ Magga hefur málað mynd- ir á veggi hótela og veitingastaða bæði í Reykjavík og á Siglufirði. Og myndir hennar prýða líka fjölmörg íslensk heimili og eins og sjá má á síðu hennar á Facebook, þá eru þær af ýmsum toga. Magga hefur gert tvær seríur; Stjörnumerkja- seríuna og Tvímyndaseríuna. Þá fyrri prýða, eins og nafnið gefur til kynna, 12 myndir af stjörnumerkj- unum og í þeirri seinni eru komn- ar sjö myndir. „Innblásturinn að tvímynda seríunni er íslenskt landslag og lífríki,“ segir Magga, sem vinnur seríuna í Photoshop. Fölbleikur október, ágóði rann til Krabbameinsfélags Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.