Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 5
H ú n va r r e i ð
TMM 2018 · 1 5
Kristín Ómarsdóttir
Hún var reið
Viðtal við Maju Lee Langvad í tveimur hlutum
21. september 2014:
Vorið 2014 kom út bókin Hun er vred, Et vidnesbyrd om transnational adop-
tion eftir Maju Lee Langvad hjá forlaginu Gladiator í Kaupmannahöfn. Bókin
er bálkur um ættleiðingariðnað sem rekinn er á alheimsgrundvelli. Í löndum
eins og í Suður-Kóreu, Indlandi og víðar, oftast nær í Asíu, Afríku og Suður-
Ameríku, starfa verslunarkeðjur barnaheimila. Þangað láta foreldrar og
einstæðar mæður börn sín vegna fátæktar og bágrar stöðu. Heimilin finna
börnunum foreldra á Vesturlöndum, hjón og einstaklinga sem gjarnan glíma
við vanda sem hindrar að þau eignist afkvæmi með líffræðilegum aðferðum.
Staðalímyndin er: hvítir foreldrar. Sárasjaldan ættleiða afrískir foreldrar með
svartan húðlit hvítt barn, t.d. hvítt barn frá Íslandi. Maja skoðaði margfaldar
hliðar málsins og skrifaði bókina á sjö árum. Sjónarhornið er persónulegt því
suður-kóreskir foreldrar Maju gáfu hana til ættleiðingar tveggja daga gamla,
tveggja mánaða gömul varð hún danskur ríkisborgari. Hún endurfæddist á
Kastrup-flugvellinum í Kaupmannahöfn, þar var henni gefið nýtt nafn og
nýir foreldrar. Upphaf bókarinnar er svohljóðandi:
Hún er reið yfir því að vera innflutningsvara. Hún er reið yfir því að vera útflutnings-
vara. Hún er reið af því að ættleiðingarskrifstofurnar, hvort tveggja í landi gjafans og
landi þegans, þéna peninga á millilandaættleiðingum.
Bókin Hún er reið sviptir hulunni af iðnaði sem íslenskur lesandi þekkir lítið
en málefnið hefur varla verið til umræðu innan lögsögu Íslands. Maja spyr
t.d.:
Hver er munurinn á transnasjónal ættleiðingu annars vegar og bréfabrúðkaupum
hinsvegar? Kann mismunurinn að felast í að ólíkir þjóðfélagshópar ættleiða barn og
kaupa sér brúðir? Ættleiðing hefur á sér yfirbragð góðgerðastarfs og leysir óumbeðið
barnleysi fólks sem oft kemur úr millistétt. Kaup á brúði milli landa tilheyrir lágstétt.
Ættleiðingariðnaðurinn er víða kallaður: baby-farming (barnabúskapur).
Áður höfðu komið út eftir Maju bækurnar Find Holger Danske og Find Holger