Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 5
H ú n va r r e i ð TMM 2018 · 1 5 Kristín Ómarsdóttir Hún var reið Viðtal við Maju Lee Langvad í tveimur hlutum 21. september 2014: Vorið 2014 kom út bókin Hun er vred, Et vidnesbyrd om transnational adop- tion eftir Maju Lee Langvad hjá forlaginu Gladiator í Kaupmannahöfn. Bókin er bálkur um ættleiðingariðnað sem rekinn er á alheimsgrundvelli. Í löndum eins og í Suður-Kóreu, Indlandi og víðar, oftast nær í Asíu, Afríku og Suður- Ameríku, starfa verslunarkeðjur barnaheimila. Þangað láta foreldrar og einstæðar mæður börn sín vegna fátæktar og bágrar stöðu. Heimilin finna börnunum foreldra á Vesturlöndum, hjón og einstaklinga sem gjarnan glíma við vanda sem hindrar að þau eignist afkvæmi með líffræðilegum aðferðum. Staðalímyndin er: hvítir foreldrar. Sárasjaldan ættleiða afrískir foreldrar með svartan húðlit hvítt barn, t.d. hvítt barn frá Íslandi. Maja skoðaði margfaldar hliðar málsins og skrifaði bókina á sjö árum. Sjónarhornið er persónulegt því suður-kóreskir foreldrar Maju gáfu hana til ættleiðingar tveggja daga gamla, tveggja mánaða gömul varð hún danskur ríkisborgari. Hún endurfæddist á Kastrup-flugvellinum í Kaupmannahöfn, þar var henni gefið nýtt nafn og nýir foreldrar. Upphaf bókarinnar er svohljóðandi: Hún er reið yfir því að vera innflutningsvara. Hún er reið yfir því að vera útflutnings- vara. Hún er reið af því að ættleiðingarskrifstofurnar, hvort tveggja í landi gjafans og landi þegans, þéna peninga á millilandaættleiðingum. Bókin Hún er reið sviptir hulunni af iðnaði sem íslenskur lesandi þekkir lítið en málefnið hefur varla verið til umræðu innan lögsögu Íslands. Maja spyr t.d.: Hver er munurinn á transnasjónal ættleiðingu annars vegar og bréfabrúðkaupum hinsvegar? Kann mismunurinn að felast í að ólíkir þjóðfélagshópar ættleiða barn og kaupa sér brúðir? Ættleiðing hefur á sér yfirbragð góðgerðastarfs og leysir óumbeðið barnleysi fólks sem oft kemur úr millistétt. Kaup á brúði milli landa tilheyrir lágstétt. Ættleiðingariðnaðurinn er víða kallaður: baby-farming (barnabúskapur). Áður höfðu komið út eftir Maju bækurnar Find Holger Danske og Find Holger
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.