Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 6
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 6 TMM 2018 · 1 Danske Appendix. Bækur hennar hafa hlotið viðurkenningar og lof og eru lesnar í dönskum grunn- og menntaskólum. Við hittumst á sunnudagskaffihúsi á mærum Vesturbrúar og Friðriksbergs í Kaupmannahöfn rétt hjá kirkjugarðinum sem stór hluti hinna látnu liggur í í samræmi við fyrri landfræðileg heimkynni, þar er bæði grænlenska deildin og færeyska deildin. Við fundum ekki íslensku deildina í gönguferðinni sem við fórum með nokkrum öðrum skáldum og hituðum okkur upp fyrir viðtal á heilsusamlegasta kaffihúsi borgarinnar. Gnægtaborðið þungt af afurðum haustsins: nýjum eplasafa og bláberjakökum. Á leiðinni hingað fórum við óvænt framhjá byggingu sem ég kannaðist við nafnið á: Sólbakki; þarna bjó ég fyrsta árið mitt. Til fróðleiks má geta þess að Gladiator-forlagið er rekið á þann hátt að útgefandi og höfundur deila hagnaði bóksölunnar jafnt á milli sín. Höf- undarnir taka á sig vinnu við handritalestur á forlaginu og kenna ritlist hjá fyrirtækjum og stofnunum en forlagið kom á fót eigin rithöfundaskóla. *** Maja, ég vil byrja á að þakka þér fyrir að koma í viðtal við mig fyrir Tímarit Máls og menningar. Viltu segja mér hvar þú ert fædd, hvað heitir mamma þín, hvað heitir blóðmóðir þín, hvað heitir pabbi þinn og blóðfaðir, áttu systkini og hvað heita þau og hvar í röðinni ertu fædd og hvar ólstu upp? Ég er fædd 21. janúar árið 1980 og fósturmamma mín heitir Lísa, fóstur- pabbi minn hét Anton. Nöfn blóðforeldra minna, nafn móður minnar er … ó, ég hef gleymt því! Maður gleymir kóreskum nöfnum hratt afþví maður notar ekki nöfn heldur orð eins og systir – ég get ekki munað nöfn foreldra minna! Ég á þrjár yngri hálfsystur í Danmörku, ég á fjórar eldri systur í Kóreu. Í Dan- mörku er ég elsta barn. Í Kóreu er ég yngst. Í Danmörku er ég stóra systir. Í Kóreu er ég litla systir. En ég er alin upp sem einkabarn því ég ólst upp hjá mömmu minni hér. Foreldrar mínir skildu þegar ég var ársgömul. Frá því ég var fimm ára bjó ég í Kaupmannahöfn en þangað til bjuggum við mamma í litlum bæ úti á landi. Viltu segja mér frá Kaupmannahöfn – hvernig var að alast hér upp? Það var mjög öruggt að alast hér upp með mömmu minni, ég ólst upp í mjög hvítu umhverfi, mamma er hvít, bekkjarsystkini mín, kennararnir í skólanum voru hvítir, tannlæknirinn var hvítur. Þegar ég var ellefu ára byrjaði ég að æfa körfubolta á Nörreport og eignaðist vini sem ekki voru hvítir. Ég lék með stelpuliði. Margar komu frá Tyrklandi, Makedóníu, Serbíu, Króatíu og Albaníu. Það var mér mikilvægt að komast í samband við aðra jafnaldra þar sem flestir voru ekki hvítir. Ég man að við kölluðum hver aðra rasískum nöfnum eins og: pærker, skævöje, yugo. Það var aðferð okkar til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.