Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 13
H ú n va r r e i ð
TMM 2018 · 1 13
Hver er hugmynd þín um hamingju?
Ég trúi á augnablikshamingju, ég held að hamingjan vari ekki heldur komi
og fari og þú verður að umfaðma andartakið þegar hún birtist þér.
Ertu kvöldsvæf? Ertu næturhrafn? Ertu morgunhani? Ertu morgungnafin?
Ég er mitt á milli. Áður fyrr var ég b-manneskja en ég er að breytast í
a-manneskju.
Hvar á skalanum félagslynd – einfari staðsetur þú þig, ef 0 er ofsalega
félagslynd og 10 er rosalegur einfari?
6. Ég er pínulítið meiri einfari en félagsvera. Mér þykir gott að búa ein og
uni mér ein en ég er líka félagslynd og elska að hitta fólk, drekka og dansa
og hafa gaman.
Hver er uppáhalds skáldsagnapersónan þín?
Antígóna.
Rúmlega þúsund dögum síðar:
Það er nýtt haust. Allt er öðruvísi. Maja Lee Langvad er mætt á Bókmennta-
hátíðina í Reykjavík. Í dag er 8. september 2017. Þriggja ára gamalt viðtal
týndist í pósthólfi Tímaritsins/tímans. Huglaus þorði ég ekki að spyrja eftir
því fyrr en í sumar, þá endursendi ég póstinn sem fékk snarlegar góðar mót-
tökur ritstjórans. Hjá Gyldendal-forlaginu er komin út ný bók eftir Maju,
Dage med galopperende hjertebanken (2017). Þar stendur:
Þegar ég ætlaði að draga mig úr hópnum sem gagnrýnir ættleiðingar velti ég fyrir
mér að byrja að skrifa bók sem fengi titilinn: Hún er reiðari. Þannig héldi ég áfram
að vera hluti af gagnrýnisröddunum. Vandamálið var bara að ég var ekki lengur
reið, ég var örmagna.
Einsog Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur hefur bent á er það kostur við
starf rithöfundar að í gegnum skrifin getur maður fylgst svo vel með því
hvað maður breytist hratt. Við spurningalista minn hefur líka bæst. Fyrir
þremur árum missti ég næstum af kvöldflugvélinni heim vegna viðtalsins á
heilsukaffihúsinu, þá var ákveðin pressa, pressan nú er lítilsháttar: okkur ber
skylda til að uppfæra viðtalið.
***
Velkomin til Reykjavíkur á bókmenntahátíðina, kæra Maja, og velkomin í
framhaldsviðtal. Viltu segja mér frá tímanum sem leið frá því við hittumst
síðast? Einsog persónan í nýju bókinni yfirgafst þú borgina þína eftir að