Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 14
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 14 TMM 2018 · 1 hafa mánuðum saman kynnt Hún er reið, komin með nóg af að ræða um ættleiðingariðnaðinn … Já, ég ferðaðist mikið eftir að Hún er reið kom út og ræddi bókina. Vorið 2015 fór ég að þjást af alvarlegri streituröskun og varð að neita öllum boðum um frekari upplestra og umræður. Í eitt og hálft ár dvaldi ég á eyjunni Mön. Þar endurskrifaði ég nýju bókina, Dagar með galhoppandi hjartslætti. Ég byrjaði að skrifa nýju bókina algjörlega óvænt – hún varð til einsog fyrir galdur á meðan ég bjó enn í borginni. Ég var að borða kvöldverð með starfssystkinum mínum og kvartaði undan þreytu á að tala um Hún er reið. Þá spyr starfssystir mín hve langt sé síðan ég hafi skrifað, hvort kominn sé tími á að ég byrji að skrifa aftur. Já, kannski, svaraði ég. Daginn eftir byrjaði ég á nýju bókinni og skrifaði í fimm vikur viðstöðulaust. Ferlið var manískt. Á sama tíma varð ég fyrir þessari streitu, féll saman, gat ekki lengur búið í borginni, þoldi ekki umferðarhávaðann, borgarhljóðin, þoldi ekki tal, gat bara hlustað á fugla, horft á blóm og samt gat ég skrifað, það eina sem ég gat gert, en ég gat ekki umgengist fólk. Ég skrifaði, fór í göngutúr, kom heim, skrifaði, fór í göngutúr, kom heim, skrifaði. Aðrar bækur mínar eiga sér allt aðra forsögu. Það tók mig sjö ár að skrifa Hún er reið með allri rannsóknar- vinnunni og fyrstu bókina mína tók mig tvö ár að skrifa. Bókin er bréf til ástkonu, dagbók og bók um að skrifa bækur. Já, bókin hefur þrjá þræði: að verða ástfanginn, að verða fyrir streituröskun og hvað það þýði að skrifa bækur og hvað það þýddi fyrir mig að skrifa Hún er reið. Bókin er klassísk og gamaldags, af tegund (ég kalla þær eyjabækur en þær gerast ekki endilega á eyjum) sem ég hef lesið eftir karla og svo nýlega eftir konur; hér á Íslandi get ég nefnt bækur einsog Ástarmeistarann eftir Odd- nýju Eiri og Segulskekkju eftir Soffíu Bjarnadóttur; það er sameiginlegur blær með bókunum og þó er blær vitlaust orð. Já, ég er enn kona svo það er ekki afþví ég hafi breyst í mann. En það er satt, hún er klassísk, blanda á milli ástarbréfs og dagbókar og einnig ritgerð um ritstörf. Hér eru líka margar ljóðrænar lýsingar á blómum. Já, hún er hefðbundin og hún er líka viðbragð og andsvar við Hún er reið, bæði hvað vinnubrögð varðar og form. Venjulega skrifa ég konseptúal bækur, ég byggi á hugmynd og bý henni stranga byggingu sem ég fylgi nákvæmt. Nýju bókina skrifaði ég án konsepts. Takturinn í tungumálinu býr til flæðið í henni og tónninn er blíðari, brothættari og næmari en bókarinnar um ættleiðingarnar. Þegar þú notar sjálfa þig sem efnivið bókanna geturðu eiginlega sagt mér allt afþví ég veit að þú ert þú – einhvers konar alvöru-þú sem heitir Maja – þannig hefurðu í raun meira leyfi, þetta ég-ég hefur forskot fram yfir ég sem er búið til úr skýjum. Þú myndir ekki ljúga að mér?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.