Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 21
L o ð i r h e i m u r i n n s a m a n á t á k n u m ? TMM 2018 · 1 21 af líkama sínum, þeir vinna báðir með höndunum og þeir eru báðir feður stúlkna, og þar er framtíð þeirra að öllum líkindum falin. Ef lýsa ætti aðferðinni sem þessar tvær sögur Auðar Övu eiga sameigin- lega mætti kannski kalla hana nútímalega týpólógíu. Hún er tilbrigði við kaþólska hefð í ritskýringu og skrifum sem nær aftur fyrir miðaldir. Í gerð Auðar felst hún í því að sögurnar eru í tveimur lögum, annað er á yfirborði textans og í frásögninni sjálfri þar sem fengist er við nútímaleg vandamál sem snúast fyrst og fremst um kyngervi og samskipti kynjanna, hitt lagið er táknrænt og vísa táknin iðulega til trúarlegs samhengis. Auðvitað er auðvelt að lesa sögur Auðar án þess að þekkja nokkuð til þessa samhengis, en þá er ekki nema hálf sagan sögð. Hér verður reynt að lesa í þessi tvö lög, kanna hvernig þau tengjast hvort öðru og ekki síst hvernig þau tengjast öðrum textum og táknum. Það getur stundum verið snúið að finna út úr því hvað hefur táknræna merkingu í skáldsögum Auðar Övu. Tákn eru misdjúpt undir yfirborðinu í sögunum tveimur. Oft er djúpt á þeim, en ekki alltaf. Stundum mætti jafnvel segja að sögumenn sagna Auðar og persónur í þeim eigi það til að veifa framan í lesandann táknum, jafnvel stafa þau ofan í hann. Ágætt dæmi um þetta er þegar Arnljótur, söguhetja Afleggjarans, situr í flugvél á leið úr landi, hann finnur fyrir óþægindum í maga og huggar sig við að skoða safn móður sinnar af þurrkuðum blómum, þar á meðal þrjá sex laufa smára sem hann fann sjálfur á sex ára afmæli sínu. Eins og ekki sé komið nóg af táknum með smárana og hinar háheilögu tölur þrjá og sex hugsar hann: „Mér finnst vera meiri líkur á því en minni að ég sé með bráða matareitrun og það er án efa táknrænt eins og lífi mínu er komið, að leggurinn hangir á bláþræði.“3 Þetta getur leitt til þess að lesandinn verði sérstaklega á varðbergi gagnvart hinu táknræna, eða kannski er nákvæmara að segja að hann verði næmari, jafnvel ofurnæmur þannig að hann fari að sjá tákn hvert sem litið er. Það er ekki útilokað að höfundur þessarar greinar hafi lent í slíku og að einhverjar þeirra túlkana og hugmynda sem hér verða settar fram séu vafasamar fyrir aðra en hann, en það verður þá bara að hafa það, hér er ætlunin að láta undan freistingum, elta uppi hina táknrænu hlið tveggja skáldsagna Auðar Övu og sjá hvert það leiðir okkur. Á óræðum stað Margt tengir þessar tvær sögur saman; til dæmis er sögusvið beggja óljóst á sama hátt. Í Afleggjaranum lýsir ungur maður, Arnljótur, ferðalagi sínu til ónefnds lands á meginlandi Evrópu þar sem hann dvelur og starfar í friðsælu gömlu þorpi. Þorpið sem hann dvelur í og landið eða löndin sem hann ferðast um til að komast þangað eru einhvers konar abstraktmynd af Suður-Evrópu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.