Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 26
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 26 TMM 2018 · 1 mig, að tæta sundur holdið með stálkúlu til að finna fyrir líkamanum. Það er það sem karlmenn gera“ (36). Það er þó ekki karlmannlegt sjálfsmorð í anda Hemingways eða eyðilegg- ing sem verður til þess að leysa Jónas úr viðjum – þvert á móti. Hann lýsir sér snemma í sögunni þannig: „Ég er þó ekki karlmaður sem eyðileggur, heldur lagfæri ég og geri við það sem er bilað.“ (61) Þegar hann fer í sína ferð grípur hann með sér nokkur verkfæri, af því að hann „gæti þurft að setja upp krók“ (67). Þessi verkfæri verða leið hans aftur til manna. Á Hotel Silence, litlu hót- eli sem rekið er af ungum systkinum, byrjar Jónas að dytta að pípulögnum og fleiru sem gengið er úr lagi, handlagni hans spyrst út meðal íbúa borgarinnar og áður en varir er hann farinn að vinna við viðgerðir á hótelinu og aðstoða við endurreisn borgarinnar. Sögumenn og söguhetjur beggja þessara bóka glíma við hlutskipti sitt og hafa sigur, en glíman er ekki við „hlutskipti mannsins“ sem kynlausrar veru heldur er það hlutskipti karlmannsins sem hér er fengist við, þeir þurfa að glíma við sjálfa sig og við væntingar sínar og heimsins til þeirra sem karl- manna, hjá því verður ekki komist. Arnljótur gerir það með því að ganga inn í nýtt hlutverk hins umhyggjusama föður sem tekur að mörgu leyti yfir hefðbundnar skyldur móðurinnar, Jónas á hinn bóginn með því að styrkja einn þátt hefðbundinnar, ráðandi karlmennsku. Hann er sá sem byggir, þó ekki sjálfum sér til dýrðar, heldur endurbyggir hann það sem eyðandi karl- mennska annarra hefur lagt í rúst. Umfjöllun sagnanna tveggja um kyngervi og karlmennsku er þannig á yfirborðinu býsna nútímaleg og kallast á við nýlegar kenningar í félags- vísindum og heimspeki. En samhliða þessari nútímalegu heimsmynd má greina í sögunum annað merkingarlag, hið táknræna og trúarlega. Nú verður vikið að því. Loðir heimurinn saman á tölum? Í inngangi þessarar greinar var fjallað um kafla í Afleggjaranum þar sem Arnljótur situr í flugvél með þrjá sexblaða smára. Þessir smárar eru aðeins eitt af mörgum dæmum um tölur og blóm sem hafa táknræna merkingu í sögum Auðar. Þrír er tala heilagrar þrenningar og smárinn boðar þeim sem hann finnur heppni. Í Afleggjaranum er Arnljótur lítt trúaður á merkingu talna en faðir hans er á öðru máli: Pabbi hugsar þetta öðruvísi, heimurinn loðir saman á tölum, þær eru innsti kjarni sköpunarverksins og út úr dagsetningum má lesa djúpstæðan sannleika og fegurð. Það sem ég kalla tilviljun eða tækifæri, eftir atvikum, er fyrir pabba hluti af flóknu kerfi. (9) Heimsmynd föðurins er augljóslega trúarleg, heimurinn er honum „sköp- unarverk“ sem ekki er háð tilviljunum heldur lýtur reglu og skipulagi. Jafn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.