Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 26
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
26 TMM 2018 · 1
mig, að tæta sundur holdið með stálkúlu til að finna fyrir líkamanum. Það
er það sem karlmenn gera“ (36).
Það er þó ekki karlmannlegt sjálfsmorð í anda Hemingways eða eyðilegg-
ing sem verður til þess að leysa Jónas úr viðjum – þvert á móti. Hann lýsir sér
snemma í sögunni þannig: „Ég er þó ekki karlmaður sem eyðileggur, heldur
lagfæri ég og geri við það sem er bilað.“ (61) Þegar hann fer í sína ferð grípur
hann með sér nokkur verkfæri, af því að hann „gæti þurft að setja upp krók“
(67). Þessi verkfæri verða leið hans aftur til manna. Á Hotel Silence, litlu hót-
eli sem rekið er af ungum systkinum, byrjar Jónas að dytta að pípulögnum og
fleiru sem gengið er úr lagi, handlagni hans spyrst út meðal íbúa borgarinnar
og áður en varir er hann farinn að vinna við viðgerðir á hótelinu og aðstoða
við endurreisn borgarinnar.
Sögumenn og söguhetjur beggja þessara bóka glíma við hlutskipti sitt og
hafa sigur, en glíman er ekki við „hlutskipti mannsins“ sem kynlausrar veru
heldur er það hlutskipti karlmannsins sem hér er fengist við, þeir þurfa að
glíma við sjálfa sig og við væntingar sínar og heimsins til þeirra sem karl-
manna, hjá því verður ekki komist. Arnljótur gerir það með því að ganga
inn í nýtt hlutverk hins umhyggjusama föður sem tekur að mörgu leyti yfir
hefðbundnar skyldur móðurinnar, Jónas á hinn bóginn með því að styrkja
einn þátt hefðbundinnar, ráðandi karlmennsku. Hann er sá sem byggir, þó
ekki sjálfum sér til dýrðar, heldur endurbyggir hann það sem eyðandi karl-
mennska annarra hefur lagt í rúst.
Umfjöllun sagnanna tveggja um kyngervi og karlmennsku er þannig á
yfirborðinu býsna nútímaleg og kallast á við nýlegar kenningar í félags-
vísindum og heimspeki. En samhliða þessari nútímalegu heimsmynd má
greina í sögunum annað merkingarlag, hið táknræna og trúarlega. Nú verður
vikið að því.
Loðir heimurinn saman á tölum?
Í inngangi þessarar greinar var fjallað um kafla í Afleggjaranum þar sem
Arnljótur situr í flugvél með þrjá sexblaða smára. Þessir smárar eru aðeins
eitt af mörgum dæmum um tölur og blóm sem hafa táknræna merkingu í
sögum Auðar. Þrír er tala heilagrar þrenningar og smárinn boðar þeim sem
hann finnur heppni. Í Afleggjaranum er Arnljótur lítt trúaður á merkingu
talna en faðir hans er á öðru máli:
Pabbi hugsar þetta öðruvísi, heimurinn loðir saman á tölum, þær eru innsti kjarni
sköpunarverksins og út úr dagsetningum má lesa djúpstæðan sannleika og fegurð.
Það sem ég kalla tilviljun eða tækifæri, eftir atvikum, er fyrir pabba hluti af flóknu
kerfi. (9)
Heimsmynd föðurins er augljóslega trúarleg, heimurinn er honum „sköp-
unarverk“ sem ekki er háð tilviljunum heldur lýtur reglu og skipulagi. Jafn-