Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 27
L o ð i r h e i m u r i n n s a m a n á t á k n u m ? TMM 2018 · 1 27 framt hlýtur það að vera skiljanlegt þeim sem hefur réttu túlkunarlyklana til að skilja það. Samkvæmt slíkum heimsskilningi er heimurinn eins og bók eða texti sem hægt er að skilja og túlka. Þetta er heimsmynd miðalda og endur- reisnar eins og sagnfræðingar hafa lýst henni, en hún lifir að einhverju leyti áfram í skáldskap og trúarbrögðum við hlið hinnar nútímalegu og vísinda- legu heimsmyndar samtímans. Það er ekki laust við að lesanda sem þekkir vel til Afleggjarans fari að gruna að Guðrún, móðir Jónasar í Ör, sé náskyld föður Arnljóts. Hún er stærðfræðikennari á eftirlaunum og mjög upptekin af tölum. Út úr hálfgerðu óminnisástandi sem hún er komin í sökum elli á hún til að segja setningar eins og: „Síðan líkami þinn kom út úr móðurskautinu hafa verið háðar 568 styrjaldir í heiminum“ (24). Sjálfur er Jónas ekki fjarri þessu viðhorfi. Í fyrsta sinn sem hann veltir fyrir sér eigin dauða er hann á leið í heimsókn til móður sinnar á elliheimilið: Stysta leiðin á elliheimilið er í gegnum kirkjugarðinn. Ég hef alltaf séð fyrir mér að fimmti mánuðurinn yrði síðasti mánuðurinn í lífi mínu og að það yrðu jafnvel fleiri en ein fimma í síðustu dagsetningunni, ef ekki fimmti fimmti, þá fimmtándi fimmti eða tuttugasti og fimmti. (17) Þegar hann hefur komist að því að hann er ekki líffræðilegur faðir Guðrúnar Vatnalilju leitar hann líka í tölur: „Ég er sammála mömmu að það er auð- veldara að setja þjáningu í tölur en þrá en þegar ég hugsa um fegurð hugsa ég engu að síður 4252 grömm og 52 sentimetrar.“(43) Þegar sögumaður hugsar til móður sinnar síðar í sögunni eru það líka tölurnar sem tengja þau saman: Hvað geri ég við heila sex daga til viðbótar? Ef frá er talinn sjö tíma svefn gerir það sautján klukkustundir á sólarhring að fylla upp í. – Sautján sinnum sex gera eitt hundrað og tvær klukkustundir, hefði mamma svarað um hæl. (90) Persónur í sögum Auðar, móðirin í Ör og faðirinn í Afleggjaranum, eiga það þannig sameiginlegt að sjá heiminn í tölum og greina merkingu í hvoru tveggja, heimurinn er þeim eins og talnagáta og þau reyna að ráða í merkingu hennar. Þetta endurspeglast í sögunum sjálfum, bæði byggingu þeirra og merkingarsköpun almennt. Afleggjarinn er beinlínis byggður upp í kringum slíka talnaspeki. Faðir Arnljóts er 77 ára þegar sagan hefst og sagan skiptist í 77 kafla. Talan 77 er kunnugleg úr Biblíunni þar sem hún táknar óendan- leikann, tölu sem er stærri en aðrar: „Verði Kains hefnt sjö sinnum þá skal Lameks verða hefnt sjötíu og sjö sinnum“ stendur í fyrstu Mósebók (4.24). Heilögum Ágústínusi taldist til að það væru 77 kynslóðir í Biblíunni frá Adam til Jesú Krists og þannig mætti áfram telja.9 Þegar Arnljótur fer utan hefur hann í fórum sínum þrjá afleggjara af rós sem móðir hans hefur ræktað, þessir afleggjarar eru lykiltákn í sögunni. Þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.