Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 38
J ó n K a l m a n S t e fá n s s o n 38 TMM 2018 · 1 atómskáldin búin að sprengja burt hindranir í ljóðinu, og heimurinn að læsast fastur í fimbulkulda kalda stríðsins. Langt og mikið spjall sem mun varðveitast í bókmenntasögu okkar og endar á fleygum orðum Hannesar Sigfússonar, um að „tími hins skorinorða ljóðs sé kominn!“ Kannski ein fallegasta og örvæntingarfyllsta yfirlýsing íslenskrar bók- menntasögu; mælt fram af heitu hjarta, heitri sannfæringu, en af skáldi sem missteig sig illa í hvert sinn sem það reyndi að fylgja eftir yfirlýsingu sinni og yrkja skorinort. Skáld hins þunga, tigna, ósjaldan dularfulla myndmáls, skáld hins óræða dýpis. En þarna, í þessu samtali, stígur Ari fram á svið bókmenntasögunnar. Ari, Jóhann Hjálmarsson og Jón frá Pálmholti eru fulltrúar þeirra ungu í samræðunum. Vinirnir Jóhann og Ari, báðir 19 ára, eru augsýnilega gerólíkir. Ari heldur ákaft fram hinu skorinorða, pólitíska ljóði, að það eigi að tala skýrt og ákaft til samtímans. Taka þátt í baráttunni. Jóhann segir á móti að öll list hljóti að hjálpa fólki til að skapa sér betri heim. „Öll góð list“, segir hann, „hlýtur að vera með fólkinu, og ljóð sem er fagurt í sinni tjáningu hlýtur að benda fólkinu á rétta leið.“ Ari, sem hafði áður sagt að það væri „móðgun við fólk að bjóða því blóm, þegar það þarf kartöflur“, svarar vini sínum með því að segja: „Jájá, það eru bara þessi hlutföll milli blómanna og kartaflanna, sem við vorum að tala um áðan.“ Jón frá Pálmholti bendir þá á að það sé alveg hægt að láta kartöflurnar blómstra, Ari grípur það á lofti og svarar: „Alveg rétt. Blómstrandi kartöflur væru náttúrlega það bezta.“ Blómstrandi kartöflur – það er ljóðabókin Nei. Og kannski náðu fá skáld betur, utan Dags Sigurðar, að fylgja eftir ákalli Hannesar um hið skorinorða ljóð, en Ari Jósefsson. Það virðist liggja í augum uppi að slíkur skáldskapur rímaði við skáldskapargáfu Ara – Nei ber þess skýr merki. Honum tekst þar, kornungum, að fylla ádeiluna af skáldskap – og skáldskap af ádeilu. Það er satt að segja fágætur hæfileiki: Til eru menn sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins og mörgum þykir skriðdreki fegurri smíð en jarðýta Og síðan eitt þekktasta kvæði bókarinnar, Stríð: Undarlegir eru menn sem ráða fyrir þjóðum Þeir berjast fyrir föðurland eða fyrir hugsjón og drepa okkur sem eigum ekkert föðurland nema jörðina einga hugsjón nema lífið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.