Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 39
B l ó m s t r a n d i k a r t ö f l u r TMM 2018 · 1 39 II Móðursystir mín, Jóhanna Þráinsdóttir, lést í nóvembermánuði árið 2005. Einhverjum mánuðum síðar fékk ég í hendurnar bréf og fáein ljóð sem Ari Jósefsson hafði sent henni, líklega snemma árs 1958. Ég varð eiginlega furðulostinn. Hafði ekki haft minnstu hugmynd um þeirra kynni. Og veit í sjálfu sér ekki mikið um þau núna, nema þau kynntust þegar móðursystir mín stundaði tímabundið nám við Menntaskólann á Akureyri. Þau voru þar saman í einhverri klíku, eins og gerist – eins og á að gerast. Hvort það var eitthvað meira en vinskapur veit ég ekki, og skiptir strangt til tekið ekki máli. Óvissa mín, um hvort það hafi verið eitthvað annað og meira en vinskapur, kann þó að virka ósannfærandi þegar ég upplýsi um það að Jóhanna og Ari trúlofuðu sig fyrir norðan, hann líklega átján ára, hún ári yngri. Kunnugir hafa þó tjáð mér að þar hafi sumpart, kannski alfarið, verið um vinargreiða að ræða af hálfu Jóhönnu; einvörðungu til að koma í veg fyrir að Ara yrði vikið úr skóla sökum … ókyrrðar. En hvað vitum við; sjaldan mikið. Og hvað veit ég; nærri því ekki neitt. Nema að hún slítur trúlofuninni ekki mjög löngu síðar. Það virðist hafa sært Ara, sem skrifar henni bréf fullt af galgopa en með sárum undir- straumum – og sendir henni að auki þau tvö ljóð sem hér birtast. Mér vitanlega hafa þau hvergi birst áður. Sem er synd, hér er bæði um góðan og skemmtilegan skáldskap að ræða. Ljóð, einkum það lengra, Lítið bréf í ljóðaformi, sem sýna hversu snemma, rétt átján ára, Ari hefur náð tökum á forminu, og hversu næma og frjóa tilfinningu hann hefur fyrir tungumálinu. Í báðum ljóðunum er þessi ómótstæðilega blanda af sjálfsháði, einlægni, ungæðisskap og augljósum hæfileikum. Var móðursystur mín dísin í þessum ljóðum Ara … skiptir það annars ein- hverju máli? Við virðumst hafa djúpa þörf fyrir að tengja saman veruleika og skáldskap. Þörf fyrir að finna fyrirmyndir að persónum, átta okkur á hvaðan sögurnar koma, finna uppsprettuna. Flétta atburði í lífi höfundar saman við þætti í skáldskap hans. Og vissulega geta verið augljósir þræðir þar á milli. Þeir virðast stundum beinlínis blasa við. En fátt er sem sýnist í góðum skáldskap, og þeir sem leitast við að tengja þetta tvennt saman lenda mjög oft í villum. Leggja saman tvo plús tvo og fá út níu. Í ákafa okkar að tengja saman skáld- skap og veruleika gleymum við því magni sem býr í skáldskapnum, og þeirri óbifanlegri kröfu hans að beygja allt undir sín lögmál. „Ferill orðanna verður ekki rakinn/með sporhundum og fyrirspurnum“, segir í ljóði eftir Hannes Sigfússon, og það ættum við ætíð að hafa í huga þegar við freistum þess að finna uppsprettuna, ástæðuna, atburðina sem höfðu áhrif á skáldið við samningu verksins. Hafa það í huga að í skáldskap geta tveir plús tveir verið allt í senn: fjórir, núll, tvöþúsund tvöhundruð og átján.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.