Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 42
K r i s t í n G u ð r ú n J ó n s d ó t t i r 42 TMM 2018 · 1 Kristín Guðrún Jónsdóttir Sebrahestarnir í Tijuana Draumar í þykjustuborg Þegar ég var að alast upp í sveitinni fyrir austan fjall horfði ég oft hugfangin á mynd í einu fjölskyldualbúminu: hún var af ömmu og afa, syni þeirra og tveimur tengdadætrum. Þau sitja í eins konar vagni, fyrir framan hann stendur sebrahestur og á honum situr afi minn. Öll eru þau með stráhatta á höfði, meira að segja sebrahesturinn. Þau eru stödd í landamæraborginni Tijuana í Mexíkó árið 1961. Þangað höfðu þau skroppið frá Kaliforníu til að gera sér glaðan dag í tilefni af útskrift yngsta sonarins, en þar hafði hann numið tannlækningar. Kristín amma og Árni afi bjuggu hins vegar á austur- strönd Bandaríkjanna og voru meðal síðustu vesturfaranna sem fóru frá Íslandi snemma í byrjun síðustu aldar. Ferðalangarnir eru glaðir í bragði þótt afi virðist dálítið tortrygginn og ekki alveg viss um hlutverk sitt; en eitt er víst, þau eru á framandi slóðum. Á höttunum stendur Honeymoon, Kiss me, Cisco Kid, Pancho Lopes, Mexico. Já, amma og afi sem ólust upp við kröpp kjör á Íslandi eru hér í drauma- borginni Tijuana með barðastóra stráhatta og afi á sebrahestinum. Það var ekki síst þessi sebrahestur sem vakti athygli mína; hann átti reyndar eftir að verða á vegi mínum síðar á lífsleiðinni og á í raun sök á þessum skrifum. Hann virðist nokkuð glaðhlakkalegur og ekkert óánægður með knapann. En hvað var þessi sebrahestur að gera þarna? Í Mexíkó? Einhvern veginn hafði ég alltaf tengt þá við Afríku. Og hvenær urðu þeir svona gæfir? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að hér er bara alls enginn sebrahestur á ferðinni, heldur asni. Asni sem hefur verið málaður svörtum og hvítum röndum. Þykjustu sebrahestur eða sebra-asni. Og þarna var afi minn sem fæddist í Kóranesi á Mýrunum kominn í gervi ofurbófans Cisco Kid, og loksins komið að hveiti- brauðsdögunum hjá þeim ömmu, fjórum áratugum eftir að þau hittust á Íslendingasamkundu í Boston. *** Tijuana hefur löngum verið vinsæl ferðamannaborg, ekki síst þeirra sem sækja hana úr norðri, skreppa frá Bandaríkjunum til að dvelja þar síð- degis- eða kvöldstund og upplifa Mexíkó með snöggsoðnum hætti, hverfa yfir í annan heim um stundarsakir. Einkum þó þeirra sem fara á næturrölt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.