Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 44
K r i s t í n G u ð r ú n J ó n s d ó t t i r 44 TMM 2018 · 1 Þessi staðalmynd borgarinnar hefur löngum loðað við hana, í raun allt frá því að hún varð til, að minnsta kosti frá fyrstu áratugum síðustu aldar. Borgin sem allsherjar skemmtigarður fyrir túrista frá Bandaríkjunum þangað sem þeir geta flúið um hríð þrúgandi andrúmsloft siðavendninnar, eins og Humberto Félix Berumen kemst að orði í bók sinni Tijuana la hor- rible. Entre la historia y el mito (Tijuana hin skelfilega. Sagan og goðsögnin).4 En hvaðan kemur þessi staðalmynd? Förum hratt yfir sögu: Tijuana var ekki nema nokkrar húsaþyrpingar á síðustu áratugum 19. aldar. Húsin stóðu nálægt landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Mörkin urðu til sem lína á kortum árið 1848 en fátt sýndi merki þess fyrstu áratugina. Lítið sem ekkert hefti för fólks yfir mörkin, í hvora áttina sem var. Samkvæmt opinberum heimildum var Tijuana stofnuð árið 1889 og um aldamótin 1900 bjuggu þar um 450 manns.5 Strax undir lok 19. aldar fór að bera á heimsóknum fólks úr norðri til borgarinnar. Kalifornía var að byggjast upp með nýjum íbúum sem komu frá austurhluta Bandaríkjanna, eftir að meirihluti núverandi suðvesturríkja féll í hendur Bandaríkjamanna með Guadalupe-samningnum 1848.6 Og það lá beint við að fara suður til Tijuana að skoða hið framandi. Ekki leið á löngu áður en Tijuana varð að einhvers konar leikvelli Bandaríkjamanna. Að exótískum stað, eða þeim ímyndaða stað þar sem allt var leyfilegt sem ekki var leyfilegt í Bandaríkjunum. Fljótlega voru opnaðar krár og markaðir sem seldu mexíkanskar vörur. Og á bannárunum í Bandaríkjunum varð ör breyting á smábænum Tijuana. Með bannlögunum, þ.e. Volstead Act, sem voru í gildi í fimmtán ár, frá 1918 til 1933, var framleiðsla og sala á áfengi bönnuð í Bandaríkjunum, einnig hvers kyns fjárhættuspil, kappreiðar, veð- hlaup og box. Á þessum árum spruttu upp á ógnarhraða krár, klúbbar, spila- víti og vændishús í Tijuana. Þarna varð til lengsti bar í heimi, allir áttu að geta svalað áfengisþorstanum, og barirnir báru nöfn eins og Montecarlo, Sunset Inn, Tivoli, Blue Fox, Foreign Club, Red Mill. Eigendur voru allir Bandaríkja- menn.7 Eitt þekktasta stræti borgarinnar í dag og helsta ferðamannagatan, Revolución strætið – Byltingarstrætið, byggðist upp á þessum árum. Við þá götu var til dæmis Hótel Césars þar sem hið margrómaða César salat á uppruna sinn.8 Glæsihótelið og spilavítið Agua Caliente var opnað á þessum fyrstu áratugum með heilsulindir, golfvelli og veðhlaupabrautir og ekki skorti barina. Hollywood-leikarar og annað framafólk flykktist þangað.9 Það var einmitt þarna sem leikkonan Rita Hayworth var uppgötvuð, barnung, hún hét réttu nafni Margarita Carmen Cansino.10 Veðreiðar, bæði hunda og hesta, nauta- og hanaat og box varð vinsælt meðal fólks frá Bandaríkjunum. Til marks um þessar vinsældir og ferðamannastrauminn komu 65.000 manns til Tijuana á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí 1920, en þá bjuggu þar ekki nema um þúsund manns.11 Þess skal getið að áratug síðar var íbúa- talan komin upp í tólf þúsund. Svona gekk þetta næstu áratugi, og eftir dálitla lægð á kreppuárunum og í kringum síðari heimsstyrjöldina tók túrisminn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.