Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 44
K r i s t í n G u ð r ú n J ó n s d ó t t i r
44 TMM 2018 · 1
Þessi staðalmynd borgarinnar hefur löngum loðað við hana, í raun allt
frá því að hún varð til, að minnsta kosti frá fyrstu áratugum síðustu aldar.
Borgin sem allsherjar skemmtigarður fyrir túrista frá Bandaríkjunum
þangað sem þeir geta flúið um hríð þrúgandi andrúmsloft siðavendninnar,
eins og Humberto Félix Berumen kemst að orði í bók sinni Tijuana la hor-
rible. Entre la historia y el mito (Tijuana hin skelfilega. Sagan og goðsögnin).4
En hvaðan kemur þessi staðalmynd?
Förum hratt yfir sögu: Tijuana var ekki nema nokkrar húsaþyrpingar á
síðustu áratugum 19. aldar. Húsin stóðu nálægt landamærum Mexíkó og
Bandaríkjanna. Mörkin urðu til sem lína á kortum árið 1848 en fátt sýndi
merki þess fyrstu áratugina. Lítið sem ekkert hefti för fólks yfir mörkin, í
hvora áttina sem var. Samkvæmt opinberum heimildum var Tijuana stofnuð
árið 1889 og um aldamótin 1900 bjuggu þar um 450 manns.5
Strax undir lok 19. aldar fór að bera á heimsóknum fólks úr norðri til
borgarinnar. Kalifornía var að byggjast upp með nýjum íbúum sem komu
frá austurhluta Bandaríkjanna, eftir að meirihluti núverandi suðvesturríkja
féll í hendur Bandaríkjamanna með Guadalupe-samningnum 1848.6 Og
það lá beint við að fara suður til Tijuana að skoða hið framandi. Ekki leið
á löngu áður en Tijuana varð að einhvers konar leikvelli Bandaríkjamanna.
Að exótískum stað, eða þeim ímyndaða stað þar sem allt var leyfilegt sem
ekki var leyfilegt í Bandaríkjunum. Fljótlega voru opnaðar krár og markaðir
sem seldu mexíkanskar vörur. Og á bannárunum í Bandaríkjunum varð ör
breyting á smábænum Tijuana. Með bannlögunum, þ.e. Volstead Act, sem
voru í gildi í fimmtán ár, frá 1918 til 1933, var framleiðsla og sala á áfengi
bönnuð í Bandaríkjunum, einnig hvers kyns fjárhættuspil, kappreiðar, veð-
hlaup og box. Á þessum árum spruttu upp á ógnarhraða krár, klúbbar, spila-
víti og vændishús í Tijuana. Þarna varð til lengsti bar í heimi, allir áttu að geta
svalað áfengisþorstanum, og barirnir báru nöfn eins og Montecarlo, Sunset
Inn, Tivoli, Blue Fox, Foreign Club, Red Mill. Eigendur voru allir Bandaríkja-
menn.7 Eitt þekktasta stræti borgarinnar í dag og helsta ferðamannagatan,
Revolución strætið – Byltingarstrætið, byggðist upp á þessum árum. Við
þá götu var til dæmis Hótel Césars þar sem hið margrómaða César salat á
uppruna sinn.8 Glæsihótelið og spilavítið Agua Caliente var opnað á þessum
fyrstu áratugum með heilsulindir, golfvelli og veðhlaupabrautir og ekki
skorti barina. Hollywood-leikarar og annað framafólk flykktist þangað.9 Það
var einmitt þarna sem leikkonan Rita Hayworth var uppgötvuð, barnung,
hún hét réttu nafni Margarita Carmen Cansino.10 Veðreiðar, bæði hunda og
hesta, nauta- og hanaat og box varð vinsælt meðal fólks frá Bandaríkjunum.
Til marks um þessar vinsældir og ferðamannastrauminn komu 65.000
manns til Tijuana á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí 1920, en þá bjuggu
þar ekki nema um þúsund manns.11 Þess skal getið að áratug síðar var íbúa-
talan komin upp í tólf þúsund. Svona gekk þetta næstu áratugi, og eftir dálitla
lægð á kreppuárunum og í kringum síðari heimsstyrjöldina tók túrisminn