Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 45
S e b r a h e s t a r n i r í Ti j u a n a
TMM 2018 · 1 45
aftur kipp um miðja síðustu öld, m.a. voru sjóliðar frá bækistöðvum banda-
ríska flotans í San Diego tíðir gestir í Tijuana. Og heimsóknir ferðamanna
halda áfram til dagsins í dag. Margir hafa fyrirfram mótaðar hugmyndir um
borgina og virðast vita hvernig hún er. Sannast sagna hefur gengið erfiðlega
að losa sig við fyrrnefnda ímynd eða staðalmynd.
„Tijuana er ekki Mexíkó“ sagði Raymond Chandler í bók sinni, The Long
Goodbye (Kveðjustundin langa) sem út kom árið 1953.12 Og 1970 sagði banda-
ríski rithöfundurinn Ovid Demaris um Tijuana í Poso del mundo: Along-
side and Inside the Mexican-American Border, from Tijuana to Matamoros
(Greni heimsins: Meðfram og innan landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna,
frá Tijuana til Matamoros): „it is the toughest, roughest, gaudiest, filthiest,
loudest, the most larcenous, vicious, predacious, the wickedest bordertown
of them all.“13
Slíkar hugmyndir eru ekki nýjar í eyrum borgarbúa né íbúa annarra þétt-
býlisstaða við landamærin. Álíka staðalmyndir um landamæraborgirnar
eru almennar í sjálfri höfuðborginni og suðurhluta Mexíkó. Borgirnar eru
ekki „alvöru“ Mexíkó, þeim er í raun ekki viðbjargandi, þær eru undir allt of
miklum áhrifum frá Bandaríkjunum, þar ríkir siðspilling, þær hafa sama og
enga menningu og tungumálið er í hættu.
Þessi ímynd kristallast í skáldsögunni Murieron a mitad del río (Þeir létust
í fljótinu miðju) eftir Luis Spota frá Mexíkóborg sem út kom árið 1959 en
þar segir: „Landamærin Mexíkómegin eru eins og þau leggja sig ekki annað
en eitt allsherjar hóruhús fyrir Kanann“.14 Og hugmyndir af þessu tagi hafa
viðhaldist til dagsins í dag.
Er þá Tijuana þykjustuborg þar sem allt gengur út á skemmtanaþarfir
nágrannans í norðri? Ekki annað en dulbúinn asni? Þykjustu sebrahestur?
Sebra-asninn kom einmitt fram á sjónarsviðið á fyrstu áratugum síðustu
aldar í tengslum við túrismann. Hann átti eftir að verða órofa hluti af ímynd
borgarinnar. Það þótti ekki nema sjálfsagt, og þykir enn, að láta smella mynd
af sér í Mexíkó á baki asnans eða í vagninum með helstu „tákn“ landsins allt
í kring: píramída, ofin teppi, forna guði Asteka og Maya og jafnvel pálmatré í