Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 61
101 F l a t e y r i TMM 2018 · 1 61 hvaðan það kemur. Köstlin skrifaði enn fremur að hinar ýmsu fræðigreinar hjálpuðu til við þessa flokkun og þar á meðal þjóðfræðin. Með hennar hjálp eru dregnar upp myndir af hverju tímabili fyrir sig, hið eldra borið saman við það yngra og þannig fær nútíminn vægi sitt og gildi í huga fræðimanna og annarra. Fræðin verða þannig að hjálpartæki borgarastéttarinnar til að takast á við samtímann.14 Ég til að mynda nota þjóðfræðinámið og loka- ritgerðina til að skilja hvaðan ég kem og sýna fólki hvað Flateyri er og að hún er ekki Reykjavík. Kvikmyndagerðarfólkið og rithöfundarnir vinna á sama hátt. Þeir draga upp kaldar raunsæismyndir með gamansömu ívafi af íbúunum á Flateyri sem endurspegla frekar raunveruleika þeirra sjálfra og sýn þeirra á landsbyggðina en daglegt amstur Flateyringa og dreifbýlisfólks. Okkar lífsbarátta er ekki á Flateyri en við fáum lífsbaráttu Flateyringa að láni fyrir starfsemi okkar og launaseðla. Ef þau hefðu það ekki smá erfitt hefðum við það ekki gott. Köstlin segir ennfremur að flest allt í vestrænum samfélögum sé túlkunum háð og öðlist aðeins merkingu í gegnum túlkun. Hlutverk þjóðfræðinga er að ljá hlutum merkingu með því að beina ljósi sínu að því sem annars er hulið í hversdagsleikanum. Um leið og augu fræðinga falla á það sem flestir taka sem gefnu er því lyft á stall og hið venjulega verður óvenjulegt. „Allt verður sérstakt um leið og við köllum það heimild,“15 segir hann.16 Listamenn, rit- höfundar, tónlistarmenn og kvikmyndagerðarmenn hafa lífsviðurværi af því að beina kastljósi sínu að hlutum sem vekja eftirtekt þeirra og þeir vilja vekja athygli á. Þannig er starf þeirra ekki svo ólíkt rannsóknum þjóðfræðingsins og öll fáum við athygli og atvinnu út á annað fólk, sem missir þá að hluta til persónuleikann en verður að viðfangsefnum. Án viðfangsefnis yrðu engin skrif, en fólkið fær samt lítið að segja til um hvaða meðhöndlun það fær í höndum okkar sem komum að. Það situr eftir þegar gestirnir snúa til baka í sín hversdagslíf syðra. En líf þess og umhverfi, jafnvel tilfinningar og hugs- anir, birtast á prenti og á sjónvarpsskjám til skemmtunar fólki sem lifir að vissu leyti í öðrum veruleika. Öll erum við leikstjórar og leikarar í lífi okkar. Samtíminn og saman- burður við aðra tíma og staði hefur gert það að verkum að við erum alltaf að bera okkur saman við aðra til þess að staðfesta hver við erum. Og þetta gerum við til dæmis með hjálp afþreyingariðnaðarins og fræðanna. Sem þýðir að ég, aðrir fræðimenn og listafólk, drögum upp myndir eins og okkur þykir henta og passa og þessar myndir verða síðan speglarnir sem fólkið, viðföngin, líta í. Við tökum okkur vald til að láta persónur okkar standa og sitja eftir okkar hentugleikum, við verðum leikstjórar yfir þeirra lífi um stundarsakir og stað- festum um leið hver við erum. Við búum ekki á Flateyri, við störfum ekki við fiskvinnsluna, við tökum ekki þátt í samfélagslegum verkefnum; við málum bara myndir af fólki og umhverfi eins og við teljum henta okkar fagi best, og tengjum þannig samtíð okkar við fortíð sem við fáum að láni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.