Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 64
G e o r g e M a c k a y B r o w n 64 TMM 2018 · 1 að drekka á kránni hennar Madge þar sem pjáturkanna af bjór kostaði penní. Sam Moorfea varð að láta sér nægja að sitja heima og drekka bjórinn sem hann bruggaði sjálfur og Jenny dóttir hans skenkti honum. „Já, hún er falleg hún Jenny,“ sagði Will járnsmiður sem vegna starfa síns drakk ævinlega með bændunum. „Ég gæti vel hugsað mér að hún Jenny færði mér glas af súrmjólk á hverjum degi þegar ég stend milli aflsins og steðjans og þurrka af mér svitann.“ „Nei, hún Jenny á betra skilið,“ sagði John Greenay en faðir hans átti stóra jörð. „Ég sé hana fyrir mér á uppskerutíma með fangið fullt af kornknippum og síða hárið hennar bærist í vindinum.“ Þetta sumar kepptust ungu mennirnir við að lofa Jenny Moorfea. Augu þeirra glömpuðu af ánægju og bjór. Eldri mennirnir á kránni hristu höfuðið eins og þeir vildu segja: „Svona hugsuðum við einu sinni, áður en tunguliprar stúlkurnar sem við kvonguðumst byrjuðu að nöldra í okkur og rífast.“ Gömlu mennirnir blikkuðu hver annan. „Ojæja, þeir komast að því fyrr eða síðar, kjánaprikin.“ 2 Þannig var að Sam Moorfea átti þrjá unga syni og kotið hans var svo lítið að hann þurfti einnig að gera út lítinn fiskibát sem hann notaði til ýsu- veiða á grunnmiðum þegar hann hafði tíma aflögu frá bústörfum. Sam hafði misst konuna fyrir þremur árum svo húsverkin lentu á Jenny og þegar faðir hennar náði að veiða eitthvað af fiski fór Jenny með aflann og seldi húsmæðrunum í Hafnarvogi. Þess vegna kynntist Jenny einnig fiskimönnunum og þegar fegurð hennar sprakk út í fullum blóma þetta sumar byrjuðu sumir ungu fiski- mannanna að gefa henni auga og þeir töldu sig aldrei hafa séð fegurra fljóð. Þetta fyrsta kvöld á Hvalfangaranum töluðu ungu mennirnir aðeins um Jenny frá Furss. „Afi minn sá hafmey á Kirkjuklettinum,“ sagði Tom Swanbister, „og hann þreyttist aldrei á að tala um hvað hún hefði verið falleg – aumingja gamli maðurinn – hann dó án þess að sjá Jenny Moorfea.“ „Ég er að safna fyrir nýjum bát,“ sagði Alec Houton. „Ég á 12 pund í krukkunni sem mamma geymir í kommóðunni og ég myndi steypa þeim öllum í hendurnar á Jenny fyrir einn koss …“ Stephen Hoy sagði: „Ég ætla að kalla nýja bátinn minn Jenny. Ég ætlaði að kalla hann Annie eftir stúlkunni í næsta húsi sem ég hélt að ég myndi kvongast einhvern daginn en nú er ég búinn að ákveða að kalla hann Jenny. Ég veiði vel með Jennyar-nafninu.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.