Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 65
S l a g s m á l i n á P l ó g n u m o g u x a n u m TMM 2018 · 1 65 Meðal fiskimannanna var ungur feiminn piltur sem hét Bertie Ness og þegar nafn Jennyar bar á góma ljómaði andlitið á honum af gleði en hann sagði aldrei neitt. Gömlu fiskimennirnir við barborðið hristu höfuðið og litu vor- kunnaraugum á ungu mennina. Þeir höfðu líka hugsað svona þegar þeir voru ungir og þeir voru enn fátækir og þurftu að þola nöldur og þras þegar þeir komu í land með lélegan afla. 3 Þannig var það þetta árið að uppskeran í Orkneyjum var með besta móti, sú besta í 20 ár. Jafnvel korngeymslurnar á aumustu kotunum á Furss voru fullar af gullnu korni. Því var annan veg farið við ströndina. Svo langt sem augað eygði var dauður sjór. Humarinn í bláum brynjum sínum var farinn eitthvert annað til að berjast í fjarlægum neðansjávar- orrustum og engu var líkara en mánagyðjan hefði tælt þorskinn og ýsuna á stefnumót eitthvert langt í burtu. Það var sannkallað sultarsumar við strandgötuna í Hafnarvogi. Viku eftir viku sneru bátarnir tómir heim af miðunum til móts við gargið í mávunum, mjálmið í köttunum og skammir kvennanna. Engin furða þótt karlarnir hrökkluðust yfir í Hvalfangarann þegar rökkvaði og sætu þar þöglir og þungbrýndir. Kvöld nokkurt rifust þeir Stephen Hoy og Alec Houton um það hvor þeirra gæti siglt bátnum sínum lengra í vestur. Þetta byrjaði á lágu nót- unum en ekki leið á löngu þar til þeir voru farnir að urra hvor á annan. Hinir fiskimennirnir ungir jafnt sem gamlir drógust smám saman inn í rifrildið. Menn hækkuðu róminn, gamlar væringar voru rifjaðar upp og brátt var rifrildið komið á það stig að Walter Groat, vertinn á Hval- fangaranum, skipaði þeim að hypja sig, snauta út og koma ekki aftur fyrr en þeir hefðu einhverja peninga til að eyða. Upp á síðkastið höfðu þeir húkt fram á borðin til miðnættis yfir könnu af þunnum bjór, hann var það eina sem þeir höfðu efni á að kaupa. Og út þrömmuðu þeir sneyptir eins og barðir rakkar. Gömlu menn- irnir heim til tannhvassra eiginkvenna sinna en ungu mennirnir tveir og þrír saman eftir götunni. Að lokum stóðu þeir fyrir framan krána hennar Madge Brims. Inni mátti greina glaðværar raddir sveitamann- anna. Daginn eftir var uppskeruhátíðin og þeir voru að kynda upp fyrir hana. Þá gerðu ungu fiskimennirnir nokkuð sem var fáheyrt, þeir gengu inn á krá bændanna og fjárhirðanna, íbúa hæðanna. Það datt á dauða- þögn, engu líkara en flokkur allslausra og vesælla rekasafnara hefði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.