Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 66
G e o r g e M a c k a y B r o w n 66 TMM 2018 · 1 komið upp frá ströndinni og tekið með sér napran gjóstinn frá flóðinu og þannig var það í sannleika sagt þessa nótt hjá fiskimönnunum. Ekki leið á löngu þar til sveitamennirnir sneru sér aftur að staupunum sínum, sögum og háværum söngvum. Einn eða tveir gengu svo langt að bregða sér þangað sem beiskir fiskimennirnir stóðu upp við vegginn og bjóða þá velkomna. Will járnsmiður bauð þeim öllum upp á drykk. „Það er hörmung að sjá ykkur,“ sagði hann. Fiskimennirnir litu á hann ísköldu augnaráði. „Get ég gert eitthvað fyrir ykkur, herrar mínir,“ sagði Madge Brims við ungu mennina frá salt- storknum bryggjunum en þeir svöruðu engu. Eftir það hunsuðu piltarnir frá býlunum, kotunum og fjárréttunum þumbaralega fiskimennina. Þeir byrjuðu að tala um kvenfólk. Það var hápunkturinn á öllum um- ræð um, rökræðum eða grobbi á kránni hennar Madge Brims. Það var óhjákvæmilegt – og endaði ávallt á lofgjörð um fallegar stúlkur. Að lokum sagði John Greenay, sonur og erfingi ríkasta bóndans í sókninni, og andlitið á honum ljómaði eins og sólarlagið af viskí- drykkju. „Við vitum allir hver er fegursta stúlkan hér um slóðir og það er hún Jenny Moorfea frá Furss og nú skal ég segja ykkur nokkuð piltar – ég ætla að fara með hana heim til Netherquoy. Hún verður einhvern tíma húsfreyja þar.“ Hann hafði varla sleppt orðinu þegar fljúgandi pjáturkanna þaggaði niður í honum. Það var Stephen Hoy sem hafði gripið hana af borðinu og grýtt henni af öllu afli í hann. Um leið orgaði Alec Houton: „Durgur, skítadreifari – Jenny Moorfea kemur á bryggjuna til okkar og verður konan mín.“ Það seytlaði blóð úr sprunginni vör Johns Greeney. Pjáturkannan rúllaði um flögusteins- gólfið. Það var eina hljóðið sem heyrðist í heilar fimm sekúndur. Þá komu ungu sveitamennirnir félaga sínum til varnar. John Greeney var svo sem ekki sá vinsælasti – vindbelgur sem grobbaði of mikið af tækjum sínum og verkfærum – og þar fyrir utan þá elskuðu þeir Jenny Moorfea meira en hann gerði eða það héldu þeir að minnsta kosti. En ungu fiskimennirnir höfðu móðgað heilan kynþátt bænda og ögrað honum. Þetta voru rosalegustu kráarslagsmál í Hafnarvogi síðan hvalveiði- mennirnir höfðu haft þar viðkomu einni öld áður. Hnefum var sveiflað og kjaftshöggin dundu, vinstri hægri, menn öskruðu af reiði, fyrir- litningu, ótta og sársauka, glös splundruðust á veggjunum og þungar bjórkönnur glömruðu eins og brynjur á gólfinu, nef brotnuðu og augun líktust helst þrumuskýjum. Will Laird járnsmiður spýtti út úr sér tönn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.