Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 67

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 67
S l a g s m á l i n á P l ó g n u m o g u x a n u m TMM 2018 · 1 67 Krumlur lukust um kverkar og það blikaði á hnífsblað. Borð valt á hliðina og 12 glös og könnur ásamt Old man of Hoy viskíi fór til spillis. Það var hnífurinn sem að lokum opnaði steinrunninn kjaftinn á Madge Brims. „Lögregla,“ orgaði hún út um opnar dyrnar á kránni. „Hjálp, morð, það er viskí, blóð og bjór upp um alla veggi.“ En hetjurnar okkar létu sér á sama standa um lög og reglu. Stríðs- öskrin urðu háværari, það var engu líkara en það væri kominn ein- hver galsi í óeirðirnar. Ungi fjárhirðirinn Frankie Stenhouse sparkaði hnífnum úr hendinni á Ronald fiskimanni, þetta áttu að vera heiðarleg slagsmál, ekki hnífabardagi og enginn skyldi hengdur fyrir morð. Og áfram veltust sárir bardagamennirnir (því allir voru nú með brotin nef, glóðaraugu eða brákaða kjálka) blóðugir um gólfin og bölv uðu hver öðrum, hærra og hærra (með að því er virtist vaxandi ánægju og fögn- uði í röddinni). Madge Brims hafði yfirgefið krána til að ná í Bunahill, eina lögreglu- þjóninn á staðnum, en varðstofan var í suðurenda Hafnarvogs í um mílu fjarlægð. Útsmoginn húðarletingi og þrjótur úr hópi fiskimannanna, Simon Readypenny, notaði tækifærið þegar bardaginn var í hámarki og smokr- aði sér bak við barborðið og laumaði flösku af koníaki í annan vasann á sjóstakknum sínum og rommflösku í hinn. Síðan hvarf hann út í nóttina og lét kjánunum eftir ringulreiðina og öskrin. (Hann fannst morguninn eftir grár og gugginn í helli skammt frá.) Glundroðinn og öskrin. Hávaðinn var nú orðinn slíkur að hann heyrð ist inn í steinhús virðulegra kaupmanna og embættismanna ofar í bænum. Þeir fóru því framúr og tvílæstu útidyrunum. Reyndar fullyrti maður nokkur í Grímsey að hann hefði heyrt lætin yfir Háeyjarsund. Skyndilega varð allt hljótt. Bardagamennirnir slepptu hver öðrum, stóðu á fætur eins og sneyptir skólastrákar sem skólastjórinn hefur skammað og mynduðust við að þurrka blóðið framan úr sér. Allir nema Bertie Ness, fiskimaðurinn ungi, en önnur hnéskelin á honum hafði brotnað þegar einhver sparkaði í hann. Einhver hafði komið inn á krána og slagsmálahundarnir urðu varir við það. Urrandi hausarnir snerust við allir sem einn. Jenny Moorfea frá Furss stóð þarna fegurri en nokkur þeirra hafði séð hana áður. Jenny Moorfea olnbogaði sig gegnum brakið og blóðið og kraup við hliðina á Bertie Ness, hinum særða, fátækasta fiskimanninum af þeim öllum, og kyssti hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.