Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 85
A n d ó f s m a ð u r i n n J ó n l æ r ð i TMM 2018 · 1 85 sem flóknari og víðfeðmari en það sem blasir við hversdagslega. Á 17. öld var mikið reynt að uppræta dularverur af ýmsu tagi og þrengja heimsmyndina niður í það sem hið geistlega valdakerfi náði utanum með góðu móti. Það voru einmitt hugmyndir um huldar verur og vætti í særingakvæðinu Fjanda- fælu sem guðsmenn höfðu gagnrýnt hvað harðast. Hér birtast þær aftur í svipaðri mynd, en í siðferðislegu samhengi. Jón drepur aftur á jöfnuð og segir að ekkert skjól sé fyrir athugula hugi eins og hans eigin: Hreint siðferði hvar mun þá, af hneykslum vafin er lundin Jarðteiknirnar jagaðar frá, en jöfnuður hvergi fundinn. Hvar mun skjól fyrir athuga önd, einn Guð má hana verja, því aldafarið um óróa lönd, anda og sannleik berja.14 Þessi erindi birta eins konar samspil valds og þekkingarfræði á síðari hluta endurreisnarinnar, sem var tímabil sérkennilegrar fjölhyggju þegar allt var enn mögulegt og undrun og aðdáun yfir sköpunarverkinu óbeisluð af þeirri vélrænu lögmálshugsun sem síðar tók við.15 Jón var opinn fyrir fjölbreytninni og möguleikunum og vildi skoða heiminn með forvitnina að leiðarljósi og fordómalaust, einmitt á tíma þegar veraldleg og trúarleg valdakerfi voru að þrengjast. Því voru slíkar hugmyndir taldar villutrú en einkum síðara erindið má hreinlega skoða sem stefnuyfirlýsingu andófsmannsins sem greinilega styður sig við allt aðra guðsmynd en valdhafar samfélagsins. Nokkur kvæðanna eru andófskennd, kaþólsk og allegórísk. Hið víða sam- hengi kvæðanna er sú siðferðislega lausung sem Jón gagnrýnir. Í fyrsta viki- vakakvæðinu er viðlagið um akur hins eðla hveitis, spurning um hvar góð- mennsku og réttlæti sé að finna því Jóni þótti illgresið yfirgnæfa allt annað í veröldinni og vel má vera að hér sé hann að sneiða að siðaskiptunum. Hann víkur að þeim ofsóknum sem hann varð fyrir og segir: Varga hópurinn hart fram skrefar, hvert af öðru dýrið þefar, úlfar, birnir og svo refar, að sá flokkurinn fór. Hvar er sá elsku akurinn sem eðla hveitið grór? Ber eg því á mér benjar margar, bitu mig fast þeir grimmu vargar, meinvætturinn minnar bjargar, margur dyggða sljór. Hvar er sá elsku akurinn sem eðla hveitið grór?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.