Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 86
Vi ð a r H r e i n s s o n
86 TMM 2018 · 1
Hvur hefur grandað góðum akri,
grjóti á sáð og vonsku lakri,
rótað er víða ræðu spakri,
með rangindin ofstór.
Hvar er sá elsku akurinn
sem eðla hveitið grór?
Jón slær á ýmsa strengi, jafnvel gróteska þegar hann lýsir fulltrúa hinna illu
afla heimsins sem kýklópa, eineygðum risa með gat í gegnum hausinn, þann-
ig að ekkert gott gat stöðvast í höfði hans:
Eyrna göt hafði illsku fól,
svo um þann glugg má líta sól,
hverki um dag né hætta njól,
að heiðri trú eg hann gáti.
Hvað skulu börn á báti?
Hamingju lukku, heill né skjól,
hlýtur ei fólk af þeim,
sem alvarlega eftir fylgja alheim.
Aldrei fyllist aulans belgur
ofneyslunnar mesti svelgur,
samt vill kallast hreinn og helgur,
hryðjurnar á þó bjáti.
Hvað skulu börn á báti?
saurverkanna sortnar elgur,
og sviðinn stjórnar þeim,
sem alvarlega eftir fylgja alheim.
Hans eigið gagn vill augað sjá,
því er það miðjum hausnum á,
svo trú ég höndin síðu frá,
seinlega úti láti.
Hvað skulu börn á báti?
Hin önnur kann vel öllu að ná,
og að sér hrifsar seim,
sem alvarlega eftir fylgja alheim.
Kona þessa mikla og gráðuga kappa var frú Vild, persónugerving geðþótta-
aflanna. Róttækt andóf Jóns felst því fyrst og fremst í því að hann afhjúpar
hugsunarhátt eða hugmyndagrundvöll hinna gráðugu valdsmanna sem hann
dregur jafnvel upp sem ómennsk skrímsli. Með því vegur hann einmitt að
rótum valdakerfisins.
Í kvæðum Jóns er oft hlýr og góðlátlegur tónn. Þegar hann er ekki að gagn-
rýna það sem miður fer skín góðvildin í gegn og stingur í stúf við hatursfulla
hræsni guðsmanna á borð við Guðmund Einarsson. Andófsmenn eru það sem
þeir eru vegna þess að þeir hafa málstað að verja og siðferðið og sannleiksleitin
voru helstu stoðirnar í málstað Jóns. Trú hans var einnig mikilvæg. Það þol-