Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 86
Vi ð a r H r e i n s s o n 86 TMM 2018 · 1 Hvur hefur grandað góðum akri, grjóti á sáð og vonsku lakri, rótað er víða ræðu spakri, með rangindin ofstór. Hvar er sá elsku akurinn sem eðla hveitið grór? Jón slær á ýmsa strengi, jafnvel gróteska þegar hann lýsir fulltrúa hinna illu afla heimsins sem kýklópa, eineygðum risa með gat í gegnum hausinn, þann- ig að ekkert gott gat stöðvast í höfði hans: Eyrna göt hafði illsku fól, svo um þann glugg má líta sól, hverki um dag né hætta njól, að heiðri trú eg hann gáti. Hvað skulu börn á báti? Hamingju lukku, heill né skjól, hlýtur ei fólk af þeim, sem alvarlega eftir fylgja alheim. Aldrei fyllist aulans belgur ofneyslunnar mesti svelgur, samt vill kallast hreinn og helgur, hryðjurnar á þó bjáti. Hvað skulu börn á báti? saurverkanna sortnar elgur, og sviðinn stjórnar þeim, sem alvarlega eftir fylgja alheim. Hans eigið gagn vill augað sjá, því er það miðjum hausnum á, svo trú ég höndin síðu frá, seinlega úti láti. Hvað skulu börn á báti? Hin önnur kann vel öllu að ná, og að sér hrifsar seim, sem alvarlega eftir fylgja alheim. Kona þessa mikla og gráðuga kappa var frú Vild, persónugerving geðþótta- aflanna. Róttækt andóf Jóns felst því fyrst og fremst í því að hann afhjúpar hugsunarhátt eða hugmyndagrundvöll hinna gráðugu valdsmanna sem hann dregur jafnvel upp sem ómennsk skrímsli. Með því vegur hann einmitt að rótum valdakerfisins. Í kvæðum Jóns er oft hlýr og góðlátlegur tónn. Þegar hann er ekki að gagn- rýna það sem miður fer skín góðvildin í gegn og stingur í stúf við hatursfulla hræsni guðsmanna á borð við Guðmund Einarsson. Andófsmenn eru það sem þeir eru vegna þess að þeir hafa málstað að verja og siðferðið og sannleiksleitin voru helstu stoðirnar í málstað Jóns. Trú hans var einnig mikilvæg. Það þol-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.