Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 87
A n d ó f s m a ð u r i n n J ó n l æ r ð i TMM 2018 · 1 87 gæði sem hann ræktaði í krafti trúarinnar var miklu frekar í ætt við það sem nú er kallað barnatrú en rétttrúnað 17. aldar. Það sést best í öðru kvæði safnsins um lífsins fögru liljurnar þar sem „Pietas“ eða guðræknin er vegsömuð, um leið og hinir vegvilltu veraldarinnar menn vildu banna honum það: Hlaupa vildi ég henni á móti, hamingju trúi ég mig þar til þrjóti, fyrir varð urð með illsku grjóti, allrahanda tálman á. Lífsins fögru liljurnar, lifa henni hjá. Villtar brautir veraldar manna, vildu mér þá fundi banna, fyrir það altíð syrgi ég svanna, sviptur var ég henni frá. Lífsins fögru liljurnar, lifa henni hjá. Menn reyndu að bæla hann niður, sögðu honum að hafa sig hægan og þegja en hann skeytti því engu og setti allt sitt traust á guðræknina. Það voru leifar úr kaþólsku að persónugera með þessum hætti ýmsar dyggðir, en þessi gyðja Jóns var sjálf guðræknin: „Píetas heitir píkan rjóða, / prýdd kórónu helgra jóða,“ segir hann og bætir við að margir vilji gera henni allt til ama. Hann bætir svo við, „hennar móðirin heiðurs sama, / heitir Patíentíá.“ Móðir guð- rækninnar er sem sagt Patíentíá, þolinmæðin, þolgæðið, sem kannski hélt Jóni á lífi á erfiðustu tímabilum ævi hans. Jón lærði reyndi að átta sig á flóknum aðstæðum og gagnrýndi samtíð sína með djúpstæðum hætti. Kaþólsk viðhorf hans gengu hraustlega í berhögg við valdakerfi samtímans, samþættingu konungsvalds, lútherskrar kirkju og rotinnar, gráðugrar yfirstéttar. Hann hafði víða sýn og skildi þá fjölbreytni sem valdið vildi bæla niður. Séra Sigfús á Stað lagðist auðmjúkur undir hinn trúarlega hirtingarvönd og sagðist vera jafnsyndugur og aðrir. Jón var aftur á móti ekkert að velta sér uppúr hrísvandarmasókisma rétttrúnaðarins á 17. öld þar sem píslardauðinn og friðþægingin voru hafin upp úr öllu valdi. Hann hefði kannski tekið fagnandi undir upphafið að miklum og fögrum tónlistar- og skáldferli söng- konu nokkurrar árið 1975: „Jesus died for somebody’s sins but not mine.“16 Í þeim orðum birtist ókúganleg reisn andófsins sem sjá má svo víða í verkum Jóns lærða. Í dag er jafnbrýnt að andæfa baneitruðu valdabandalagi stjórn- mála og auðmagns, sem drottnar í krafti taumlausrar og trúarlegrar neyslu- hyggju, markaðsdýrkunar og þjóðernishyggju.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.