Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 92
Tó r o d d u r P o u l s e n
92 TMM 2018 · 1
að minnsta kosti einni
af þrem
stjörnum
Skriftstøð 2016, bls. 67.
Tóroddur Poulsen, skáld og myndlistarmaður (f.1957) frá Tórshavn í Færeyjum, hóf
feril sinn árið 1984 með ljóðabók sem gerir ísmeygilegar og stríðnislegar athuga-
semdir við skáldskapar- og menningarhefðina, leikur sér að tungumálinu og lætur
á það reyna að hætti módernisma og framúrstefnu. Bækur hans eru nú orðnar rúm-
lega fjörutíu en ekki hefur dregið úr írónískri afstöðu skáldsins með árunum, þvert
á móti. Hann túlkar stöðugt á hnitmiðaðan og frumlegan hátt ólíklegustu fyrirbæri
í samtímanum. Færeysk samtíð og saga eru honum sérstaklega hugleiknar og þá
ekki síst bókmenntirnar sem hann meðhöndlar af ástríðu en um leið með húmor.
Með umskapandi stælingum á viðurkenndum höfuðskáldum og stöðnuðum túlk-
unum á þeim hvetur hann lesendur sífellt til nýrrar umhugsunar. En Tóroddur á
einnig aðra tóna en hina hrjúfu sem hann er frægastur fyrir. Ljóðrænan birtist helst
þar sem hann grípur augnablikið í hversdagsleikanum og tengir við minningablik
í draumkenndum svifléttum textum um allt frá malbiki í rigningu að skítugum
bleium kornabarnsins. Hann er víðlesinn í heimsbókmenntunum og þekkir fær-
eyskar bókmenntir forkunnar vel. Að auki hefur hann lagt hlustir við orðfæri og
hrynjandi talaðs máls meira en margur og það gæðir skáldskap hans sérstöku fjöri.
En talmálið tengist líkamanum, einu meginmótívi í skáldskapnum, oft í gróteskri
mynd sem ögrar öllum tepruskap.
Tóroddur Poulsen hefur búið í Kaupmannahöfn um áraraðir en fylgist grannt með
því sem hrærist í Færeyjum og segir löndum sínum til syndanna. Þýðingar á bókum
eftir hann hafa komið út hjá Politisk Revy í Danmörku, Wahlström & Widstrand í Sví-
þjóð og MargsMarginale í Noregi. Hann hefur haldið myndlistarsýningar, bæði einn
og með öðrum, í Færeyjum og Danmörku.
Turið Sigurðardóttir