Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 93
Þ r e t t á n m a n n a h j ó n a b a n d TMM 2018 · 1 93 Steinunn Lilja Emilsdóttir Þrettán manna hjónaband „Við þurfum að ræða saman.“ Þetta hljómar ekki vel. Er það svona sem hjónaband mitt endar? Með mesta klisjufrasa sem til er? Ég læt bókina síga rólega niður á sængina og lít á manninn minn. Ég virði fyrir mér áhyggjuhrukkurnar á enni hans í daufri birtunni frá nátt- borðslampanum. Hann horfir upp í loft. Munnurinn opnast og lokast nokkrum sinnum án þess að frá honum berist hljóð. Loks lítur hann á mig og segir: „Það er komið nýtt tímabil.“ Ég finn kökk myndast í hálsinum og hugurinn fer á flug. Hvernig gat ég haldið að þetta væri nægilega spennandi líf fyrir Stefán, rétt rúmlega þrítugan manninn? Það er föstudagskvöld og ég ligg hér í ömmulegum náttkjól og les í gamalli skólabók sem fannst í síðustu vortiltekt á milli þess sem ég sýp af hálftómu mjólkurglasi og bít í ritzkex. Ég heyri bassataktinn frá partýi nágrannans og velti því fyrir mér hvenær ég hafi síðast farið í háa hæla eða rakað mig undir höndunum. Hvenær eldaði ég síðast uppáhaldsmatinn hans Stefáns? Hvenær gaf ég honum síðast baknudd? Hef ég einhvern tímann gefið honum baknudd? Ég er svo föst í eigin hugsunum að ég tek varla eftir því þegar Stefán tekur aftur til máls: „Ég er að spá í að kaupa ársmiða fyrir okkur bæði.“ Ég horfi skilningsvana á manninn minn. Það tekur mig nokkrar sekúndur að átta mig á því að hann er að tala um fótbolta. Hann heldur áfram: „Ég veit að þú hefur ekki mikinn áhuga á gengi KR en mér finnst svo gaman að hafa þig með mér í þessu.“ Hann hikar og horfir á mig. „Þetta er auðvitað líka svolítið há upphæð en ég held samt að við spörum á þessu ef við förum á nógu marga leiki. Ég skal auðvitað borga.“ Ég anda léttar og samþykki kaupin á ársmiðunum með feginsbrosi á vör.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.