Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 95
Þ r e t t á n m a n n a h j ó n a b a n d TMM 2018 · 1 95 „Logi Bergmann?“ „Nei, Bogi. Bogi Ágústsson“ „Ó.“ Ég geispa aftur og hagræði treflinum mínum þannig að hann myndar nokkurs konar kodda á annarri öxlinni. Ég er varla búin að festa svefn þegar Stefán ýtir við mér með loppnum fingrunum. Leiknum er lokið og tími til að fara heim. Við mjökumst hægt með áhorfendaþvögunni af leikvellinum. Hreyf- ingar okkar eru stirðbusalegar af langvarandi setu í vorkuldanum. Um leið og við setjumst inn í bílinn set ég miðstöðina á fullt. Stefán teygir sig líka í átt að mælaborðinu og stillir á KR-útvarpið. Á leiðinni heim hlustum við á einhverja karla ræða leikinn og taka stutt viðtöl við valda leikmenn. Þeir eru víst ágætlega sáttir við frammistöðuna en það má alltaf gera betur. Þeir voru góðir og hinir voru góðir. Það verður að bíða og sjá hvernig tímabilið þróast. Inn á milli eru spiluð lög eins og Svarthvíta hetjan mín og Toppurinn að vera í teinóttu. Stefán hlustar með athygli og kinkar af og til kolli í átt að útvarpinu. Þegar heim er komið þarf Stefán að ræða leikinn. Ég er nú búin að þekkja manninn minn í fjögur ár og hef þróað með mér aðferð til að láta slíkar einræður líða hjá fljótt og örugglega. Lykillinn er að umorða af og til staðhæfingar Stefáns og endursegja honum þær. Þá virkar eins og ég ekki bara skilji um hvað málið snýst (og það þurfi því ekki að ræða frekar) heldur einnig að við séum sammála (og það þurfi því ekki að ræða frekar). Þegar Stefán loks hættir að tala og fer í tölvuna til að skoða önnur fót- boltaúrslit dagsins minni ég sjálfa mig á ástæðu þess að ég legg á mig þessa kvöl, þessa sumarlöngu þátttöku í fótboltaáhuga eiginmannsins. Við sömdum um að í staðinn yrði ég stikkfrí þegar kæmi að félagsstarfi Stefáns hjá Sjálfstæðisflokknum og hann yrði að vera virkur í árlegu Eurovision-æði mínu. Bæði græddu, bæði töpuðu. Þetta er hjónaband.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.