Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 98
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 98 TMM 2018 · 1 sinni áminningu fyrir vanrækslu eða brot í starfi enda þótt stór hluti dóm- skjala væru áritanir og stimplanir hinna opinberu embættismanna.“ Forstjóri Olíufélagsins sagði síðar við Kristján: „Ef ekki hefðu komið til heimildir, áritanir og stimplar ágætra embættis- manna fyrir tollfrelsi þessa ólögmæta innflutnings hefði Olíufélagsmálið aldrei orðið til en sá sem öðrum fremur skipulagði þetta af okkar hálfu slapp þó blessunarlega að mestu fyrir horn á fyrningarreglum okkar ágætu laga.“ Sá sem slapp fyrir horn var einn mesti virðingarmaður Framsóknar- flokksins um sína daga, fv. forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga, utanríkisráðherra og seðlabankastjóri og síðar fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans í Washington. Kristján bætir við: „Virðing mín fyrir íslenskum dómstólum beið nokkurt skipbrot.“ Honum var bolað úr starfi. II. Frá helmingaskiptum til hermangs Þegar Alþingi samþykkti aðildina að Atlantshafsbandalaginu 1949 og síðan varnarsamninginn við Bandaríkin 1951 voru landvarnarsjónarmið lögð til grundvallar. Enginn sá ástæðu til að reyna að leggja mat á fjárhagslegan ávinning og kostnað sem fylgja myndi samstarfinu líkt og margir telja nú brýnt til að geta myndað sér skoðun á hugsanlegri inngöngu Íslands í Evr- ópusambandið. Bandaríkjastjórn hafði undirbúið jarðveginn með örlátri Marshall-aðstoð við Íslendinga.3 Hermangið kom síðar. Kristján Pétursson lýsir því vel í bók sinni hvernig helmingaskipti Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins voru heimfærð upp á landvist varnarliðsins með aukaaðild Alþýðuflokksins. Lög voru brotin þvers og kruss. Þjóðviljinn hneykslaðist á brotunum, en aldrei kom neitt af þessum málum fyrir dómstóla nema olíumálið. Kannski þurfti Framsóknarflokkurinn að gjalda þess að talsambandið brast aftur milli hans og Sjálfstæðisflokksins 1959 þegar stjórnarskránni var breytt líkt og gerzt hafði 1942 til að jafna atkvæðisréttinn gegn vilja framsóknarmanna. Kristján Pétursson þakkaði Bjarna Benediktssyni, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og síðar for- sætisráðherra, að friður fékkst til að ljúka rannsókn olíumálsins og fara með málið fyrir dóm. Kristján sagði mér þetta sjálfur. Hann hringdi til mín 2010, við þekktumst ekki, og bað um að fá að hitta mig. Þegar hann var setztur í sófann heima hjá mér, þetta var 4. febrúar, hóf hann mál sitt með þessum orðum: Mig langar að fá að segja þér hluti sem ég get ekki leyft mér að taka með mér í gröfina. Ég sperrti eyrun. Kristján lét dæluna ganga í þrjár klukkustundir. Sumt af því sem hann sagði mér vissi ég fyrir líkt og margir aðrir, annað ekki. Nokkru síðar, 9. október, leitaði ég ráða Ragnars Aðalsteinssonar hrl. um viðbrögð við ummælum Kristjáns um símahleranir. Litlu síðar, 10. nóvember 2010, fór
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.