Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 99
S a m s t æ ð s a k a m á l TMM 2018 · 1 99 ég í samráði við Kristján á fund dómsmálaráðherra til að greina honum frá fundi okkar Kristjáns og til að hvetja ráðherra til að hlutast til um að Kristján fengi að leysa frá skjóðunni án þess að baka sér vandræði.4 Kristján veiktist skömmu síðar, missti meðvitund og lézt 4. janúar 2011.5 Ekkert af þessu þurfti að koma á óvart. Ég lýsti vandanum svo í Frétta- blaðinu 26. febrúar 2009:6 „Lögbrot hafa lengi verið látin viðgangast á Íslandi. Sigurður Nordal pró- fessor vitnar um vandann í Skírni 1925. Bjarni Benediktsson, síðar forsætis- ráðherra, ber vitni í einkabréfum 1934 og þannig áfram. Margir vissu, en enginn gerði neitt; þess vegna héldu lögbrotin áfram. Brottkast7 og löndun fram hjá vigt viðgangast í stórum stíl samkvæmt ítrekuðum frásögnum sjómanna, en lögreglan hefst ekki að. Innherjaviðskipti í bönkunum voru algeng, svo sem vottar munu trúlega staðfesta við Rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakan saksóknara, en lögreglan horfir í aðrar áttir. Fyrrum banka- stjóri Landsbankans hefur árum saman í grein8 eftir grein9 í blöðunum borið þungar sakir10 á nafngreinda bankamenn, en löggan hrýtur.“ Nýjar uppljóstranir RÚV11 vitna um Fiskistofu sem virðist viðmóta mátt- laus og Fjármálaeftirlitið var fram að hruni svo sem Rannsóknarnefnd Alþingis lýsir í skýrslu sinni enda var þv. forstjóri FME í hópi þeirra sjö manna sem RNA taldi hafa gert sig seka um vanrækslu í skilningi laga.12 III. Kaup kaups Lögbrotin sem Sigurður Nordal og Bjarni Benediktsson vitnuðu um ýttu líkt og hermangið síðar undir siðaveiklun stjórnmálastéttarinnar. Ýmislegt annað lagðist á sömu sveif. Vitað var að margir heildsalar og aðrir geymdu umboðslaun o.fl. í útlöndum þótt lögin leyfðu það ekki. Panama-skjölin drógu vorið 2016 a.m.k. einn slíkan reikning fram í dagsljósið, reikning undir stjórn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.13 Þjóðviljinn hneykslaðist á heild- sölunum á sinni tíð, en sjálfstæðismenn kipptu sér ekki upp við það enda sagði Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 1. júní 2008: „Það hafa komið fram traustar upplýsingar um tengsl sósíalista við Sovétríkin, Austur-Þýzkaland og önnur ríki í Austur-Evrópu. En það mál hefur aldrei verið hreinsað upp, hvorki að því er varðar pólitísk samskipti né fjárhagsleg samskipti. … Úr því að Kjartan Ólafsson [fv. ritstjóri Þjóðviljans] vill fá afsökunarbeiðni vegna símahlerana eigum við þá ekki öll, stríðsmenn kalda stríðsins, að taka höndum saman og óska eftir því að öll gögn verði lögð á borðið? … Það eru ekki margir Íslendingar lifandi, sem þekkja þessa sögu vel. Einn þeirra, sem þekktu hana frá sjónarhóli vinstri manna, var Ingi R. Helgason lögfræðingur, sem var áratugum saman í innsta kjarna Sósíalista- flokksins, alveg eins og Kjartan Ólafsson. Síðustu árin, sem Ingi lifði, fóru fram nokkur vináttusamleg samtöl á milli hans og ritstjóra Morgunblaðsins,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.