Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 100
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 100 TMM 2018 · 1 þar sem Ingi var hvattur til að segja söguna alla. Þau samtöl komust það langt að Ingi sagði að tæki hann slíka ákvörðun mundi hann segja þá sögu hér á síðum Morgunblaðsins. Úr því varð ekki því miður. Er Kjartan Ólafsson tilbúinn til þess? … Það væri þá kannski hægt að sjá til þess að sambærilegt framlag kæmi úr hinum herbúðunum! Það hefur litla þýðingu að taka eitt mál út úr eins og símahleranir. … Það er ekki fráleitt að ætla, að þeir sem nú deila um símahleranir og önnur mál þeim tengd eigi eftir að ganga saman í einni fylkingu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og hver veit nema Kjartan Ólafsson og höfundur þessa Reykjavíkurbréfs haldist þá í hendur!“14 Sem sagt: Kaup kaups. Þessi nýgamla saga ratar smám saman inn í bækur sagnfræðinganna eins og t.d. Líftaug landsins – saga íslenskrar utanlands- verslunar 900–2010 sem er nýkomin út.15 Málverkafölsunarmálið16 var ekki heldur hreinsað upp. Mistök við rann- sókn málsins leiddu til þess að um 900 fölsuð málverk eru enn í umferð. Verð- hrun á málverkamarkaði leiddi til gríðarlegs eignatjóns í boði lögreglunnar og Alþingis sem leiddi málið hjá sér ef frá er talin tillaga tveggja þingmanna17 um að þetta megi helzt ekki gerast aftur. Helmingaskipti gátu af sér hermangið og meðfylgjandi lögbrot án þess að stjórnvöld reyndu að skakka leikinn ef olíumálið eitt er undan skilið eins og Kristján Pétursson lýsir í sjálfsævisögu sinni. Þessi þróun hneigðist til að spilla mannvali stjórnmálaflokkanna með því að laða að þeim ýmsa óprúttna fjármálamenn. Siðaveiklun stjórnmálanna gat síðan af sér kvótakerfið 1985–1990 í óþökk almennings og misheppnaða einkavæðingu bankanna 1998–2003. Alþingi ákvað að afhenda útvegsmönnum auðlindina í sjónum á silfurfati líkt og gert var nokkru síðar við olíulindir Rússlands frekar en að fylgja nærtækri fyrirmynd frá Noregi þar sem olíulindir hafa verið í óhaggan- legri þjóðareigu frá öndverðu. Þegar stjórnmálamennirnir sáu að þeir höfðu komizt upp með þessa meðferð þjóðareignarinnar í hafinu ákváðu þeir að hafa svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna með afleiðingum sem allir þekkja. Kapallinn rakti sig sjálfur. IV. Horfin tíð? Ég vitnaði að framan í Skírnisritgerð Sigurðar Nordal prófessors frá 1925 þar sem hann sagði m.a.: „Eg las nýlega í erlendu riti um Íslendinga, að engin þjóð í heimi mundi vera svo grandvör og löghlýðin. Fangelsin stæði tóm og hegningardómarnir væri óvenjulega fáir í hlutfalli við mannfjölda. Þá datt mér í hug samtal, sem ég átti í fyrra við einn af helztu lögfræðingum vorum. Hann var að segja mér frá meðferð einnar íslenzkrar peningastofnunar, sem nýlega var komin í fjárþröng. Sögurnar voru svo hroðalegar, að hárin risu á höfði mér. „En er þetta ekki hegningarvert?“ spurði eg. „Það mundi það vera alls staðar nema
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.