Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 101
S a m s t æ ð s a k a m á l TMM 2018 · 1 101 á Íslandi,“ svaraði hann rólega. En er það ekki svo, að hér sé framinn grúi lagabrota, sem eru á almanna vitorði, en enginn hróflar við? Er ekki spill- ingin í þjóðfélagi voru orðin almennt umtalsefni, án þess að rönd verði við henni reist? Almenningsálitið er magnlaust, af því að lífsskoðun almennings stefnir öll að vorkunnsemi. Yfir allt er breidd blæja, þar sem kærleikur kann að vera uppistaðan, en kæruleysi er áreiðanlega ívafið.“ Bjarni Benediktsson, síðar forsætsráðherra, tók í sama streng. Hann skrifaði Pétri bróður sínum í bréfi 1934: „Bersýnilegt er, að þjóðlífið er sjúkt. Kemur það ekki einungis fram í svik- unum sjálfum, heldur einnig því, að raunverulega „indignation“ er hvergi að finna hjá ráðandi mönnum, persónuleg vild eða óvild og stjórnmálahags- munir ráða öllu, á báða bóga, um hver afstaða er tekin. Slíkt fær ekki staðizt til lengdar. Dagar linkindarinnar og svika samábyrgðarinnar hljóta að fara að styttast.“ Nýir vitnisburðir bætast við. Guðni Th. Jóhannesson, nú forseti Íslands, segir t.d. frá ólöglegum atkvæðakaupum í ævisögu sinni um Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra.18 Margir kaupsýslumenn, nú síðast Sveinn R. Eyj- ólfsson blaðaútgefandi, hafa sagt í bókum sínum frá yfirgangi og meintum lögleysum af hálfu stjórnmálamanna og embættismanna allt fram á síðustu ár.19 Hrunið 2008 opnaði augu margra þeirra sem áður höfðu kosið að hafa þau lokuð. Panama-skjölin 2016 opnuðu enn fleiri augu upp á gátt. Það sem ætti að vera horfin tíð er ennþá rammíslenzkur raunveruleiki. V. Jafnræði fyrir lögum? Sum mál fyrnast eða eru látin fyrnast líkt og gerðist í olíumálinu fyrir meira en hálfri öld eða rannsókn þeirra misferst eins og t.d. í málverkafölsunarmál- inu.20 Frekar en að reyna að berja í brestina er Alþingi sjálft hluti vandans. Það kom berlega í ljós þegar þingið samþykkti í desember 2012 að láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna 1998–2003 en lét síðan ekki af slíkri rannsókn verða. Vanræksla Alþingis er bagaleg vegna gruns um lögbrot við einkavæðinguna og einnig vegna gruns um að bankarnir hafi stundað fjárböðun fyrir Rússa.21 Alþingi bað um aðgang að símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra 6. október 2008 þar sem þeir ræddu lánveitingu bankans til Kaupþings. Seðla- bankinn færðist undan en afhenti gögnin sérstökum saksóknara og þaðan virtust þau leka í Kastljós RÚV 2016.22 Ekki er vitað hvort sá gagnaleki var rannsakaður. Kjarninn höfðaði mál gegn Seðlabankanum 2017 og krafðist aðgangs að gögnunum og þá birtir Morgunblaðið skyndilega gögnin, bersýni- lega stolin, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Vænta má að yfirvöldin séu að rann- saka gagnastuldinn úr Seðlabankanum nema þau séu þeim mun uppteknari við að taka skýrslur af blaðamönnum Stundarinnar sem birtu upplýsingar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.