Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 102
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 102 TMM 2018 · 1 um verðbréfaviðskipti formanns Sjálfstæðisflokksins úr gögnum sem var lekið úr Glitni og máttu sæta lögbanni skömmu fyrir alþingiskosningarnar 2017, lögbanni sem bíður úrskurðar dómstóla.23 Skyldu yfirvöldin hafa áhyggjur af því að fólkið í landinu kunni að efast um jafnræði þegnanna fyrir lögum? Gagnastuldurinn úr Seðlabankanum er samt aukaatriði. Efni símtalsins á brýnt erindi við almenning því þar kemur fram að Seðlabankinn ákvað að lána Kaupþingi 500 milljónir evra auk fyrri lána og bankastjórinn segir í símann: „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka.“ Dómstólar þurfa að fjalla um hvort háskalánveiting af þessu tagi feli í sér umboðssvik eða önnur brot. Til að svo megi verða þarf að hefja rannsókn málsins í tæka tíð því annars fyrnist málið með gamla laginu 6. október 2018. Þingnefnd undir forsæti Atla Gíslasonar alþm. og hrl. var falið að undir- búa viðbrögð Alþingis við skýrslu RNA. Með bréfi 7. maí 2010 kom nefndin á framfæri við settan saksóknara nöfnum fjögurra manna af þessum sjö sem voru nefndir í II. kafla að framan, þ.e. þriggja fv. bankastjóra Seðlabanka Íslands og fv. forstjóra FME. Settur saksóknari svaraði 7. júní með bréfi og sendi frá sér fréttatilkynningu24 sama dag og segir þar: „Niðurstaða setts saksóknara er að umfjöllunarefni og ályktanir rannsóknarnefndar Alþingis … gefi að svo stöddu [leturbreyting mín, ÞG] ekki tilefni til að efna til saka- málarannsókna á hendur Davíð Oddssyni, Eiríki Guðnasyni, Ingimundi Friðrikssyni og Jónasi Fr. Jónssyni.“ Engin gögn eru tilfærð í bréfinu til að skýra þessa niðurstöðu sem gengur í berhögg við niðurstöðu RNA en hún var vel rökstudd eins og ráða má af því að Landsdómur féllst á hliðstæða niður- stöðu RNA varðandi Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra. Aðeins tvö tilvik eru tilgreind í bréfi setts saksóknara, annað vegna viðbragða Seðlabankans við erindi Landsbankans í ágúst 2008 varðandi aðstoð við flutning Icesave innlánsreikninga úr útibúi yfir í dótturfélag og hitt vegna afgreiðslu Seðla- bankans á erindi Glitnis varðandi lán til Glitnis í september 2008, erindi sem var einnig hafnað. Lán Seðlabankans til Kaupþings 6. október 2008 kom ekki til álita í bréfi setts saksóknara. Orð hans „að svo stöddu“ þarf að skoða í því ljósi. Þar eð nýjar upplýsingar hafa komið fram með opinberun símtalsins 6. október 2008, sýnist einboðið að niðurstaða setts saksóknara hafi verið reist á veikum forsendum og þarfnist því endurskoðunar. Ísland er við vatnaskil. Fólkið í landinu á það á hættu að í augum umheimsins festist orðið „mafíuríki“ við Ísland svo sem orðið er nú notað í umræðum t.d. um Möltu, Rússland, Ungverjaland og Úkraínu.25 Hættan stafar af því að lögbrot eru hér og hafa lengi verið látin viðgangast í stórum stíl eins og ég hef lýst hér að framan. Játningar liggja fyrir í sumum málum að segja má, trúverðugir vitnisburðir í öðrum. Sökudólgar verjast með því að kenna þeim um sem segja útlendingum frá lögleysunum og spillingunni frekar en að þegja.26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.