Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 103
S a m s t æ ð s a k a m á l TMM 2018 · 1 103 VI. Hleranir og brottkast Ég kalla það játningu þegar höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins skrifar um símahleranir eins og tilgreint var í III. kafla. Meintar ólöglegar símahleranir hafa aldrei verið gerðar upp þrátt fyrir marga vitnisburði um þær.27 Menn hafa skýlt sér á bak við lögboðna þagnarskyldu þótt hún eigi aðeins við um löglegar hleranir skv. dómsúrskurði. Engum ber skylda til að þegja um ólöglegar hleranir, öðru nær. Þór Whitehead lýsir svo atburðum frá 1976 (bls. 83): „Sigurjón Sigurðs- son [lögreglustjóri, innskot mitt, ÞG] sótti um starf hæstaréttardómara og taldi sig fá vilyrði fyrir því embætti. Um leið taldi hann tíma til kominn að farga mestum hluta af því skjalasafni, sem lögreglan hafði komið sér upp um kommúnista. Bjarki Elíasson segir, að Sigurjón hafi … ekki viljað láta eftir- manni sínum eftir þessa arfleifð … Ekki er heldur að efa, að Sigurjón hefur viljað forðast að vitnaðist um safnið eftir að hann var sestur í hæstarétt … Trúnaðarmaður Sigurjóns flutti því megnið af safninu, þ. á m. spjaldskrár, upp í sumarbústað sinn í nágrenni Reykjavíkur og brenndi gögnin til ösku í götóttri olíutunnu. Af varð „mikill reykur“, eins og haft var við orð í þeim fámenna hópi, sem vissi um þessa brennu.“28 Annað dæmi er brottkast úr fiskiskipum. Margir sjómenn hafa áratugum saman lýst fyrir mér og öðrum miklu brottkasti. Yfirvöldin hafa þrætt fyrir brottkastið og kallað það smámuni, einnig þær stofnanir ríkisins sem ber skv. lögum að fylgjast með framfylgd laga um fiskveiðistjórn, laga sem banna brottkast. Nú loksins hafa starfsmenn Fiskistofu stigið fram og lýst ástandinu hreinskilnislega fyrir fréttamanni RÚV og leyft honum að birta myndir af brottkasti.29 Starfsmennirnir vitna um bitlaust eftirlit og einnig um stórfelld brotamál sem hafa verið felld niður. Og þá rifjast upp mál mannsins sem fékk dóm fyrir brottkast sem hann sviðsetti til að hægt væri að birta myndir af því í sjónvarpinu til að vekja athygli á vandanum.30 Eitt helzta einkenni mafíuríkja er að þar eru þeir sem segja frá brotunum teknir frekar en þeir sem fremja brotin. VII. Umboðssvik, innherjasvik Eitt dæmi enn varðar umboðssvik eða innherjasvik. Ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins fékk fangelsisdóm fyrir innherjasvik, þ.e. fyrir að forða fé sínu úr banka á grundvelli innherjaupplýsinga. Eigi að síður hefur ákæru- valdið látið ýmis önnur hliðstæð mál afskiptalaus. Guðmundur Gunnarsson rafvirki og fv. stjórnlagaráðsmaður lýsti málinu nýlega í Stundinni 27. nóv- ember 2017:31 „… ríkisstjórninni og stjórn Seðlabankans var orðið ljóst að bankarnir myndu falla og ríkisstjórninni var eindregið ráðlagt að ganga í þessi mál áður en bankarnir myndu opna á mánudagsmorgun. Í gagnaleka sem birtist síðar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.