Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 104
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 104 TMM 2018 · 1 kom hins vegar fram að áhrifamenn úr fjármála- og stjórnmálaheiminum fengu aðgerðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans … frestað fram á mánu- dagseftirmiðdag. Á mánudagsmorguninn hófust strax við opnun bankanna umfangsmiklir flutningar fjármagns út úr íslenska krónuhagkerfinu yfir á erlenda bankareikninga, eins og til dæmis var opinberað í gögnum sem sett voru í fjölmiðlabann. Þar var staðfest að þröngur hópur bjó yfir innherjaupp- lýsingum og náði að taka út lausafé í skiptum fyrir hlutabréf í bönkunum og koma því úr landi inn á leynireikninga á aflandseyjum. Í þetta var nýttur allur fáanlegur gjaldeyrir í landinu á mánudagsmorgun. Hlutabréf í bönk- unum urðu skömmu síðar einskis virði …“ Þarna var þverbrotin sú grundvallarregla sem gildir um viðbrögð stjórn- valda í bankakreppum að miða allar aðgerðir við að bönkum sé lokað í dags- lok á föstudegi og öllu sem gera þarf sé lokið fyrir opnun banka á mánudegi. Um þessa atburðarás er ekkert að finna í skýrslu RNA þótt gögnin sem var lekið úr Glitni til Stundarinnar fyrir nokkru og lögbann var sett á hljóti að hafa verið í fórum RNA. Þarna virðast hafa verið framin alvarleg brot sem hafa verið á margra vitorði og munu fyrnast 6. október 2018 nema rannsókn hefjist fyrir þann tíma. Eitt annað helzta einkenni mafíuríkja er að þar eru þegnarnir ekki jafnir fyrir lögum. VIII. Vinahópur valdsins Meðferð þessa máls hingað til er í samræmi við fyrri reynslu þar sem einn er settur inn fyrir annan, bakari er hengdur fyrir smið. Það gerðist t.d. í olíu- málinu fyrir meira en hálfri öld þar sem sakir þess sökunautar sem mest átti undir sér fyrndust eða voru látnar fyrnast eins og áður kom fram. Einnig getur komið sér vel fyrir sakamenn að rannsókn misfarist eins og gerðist t.d. í málverkafölsunarmálinu sem mikilvægir stjórnmálahagsmunir voru bundnir við svo sem við er að búast í landi sem er gegnsýrt af stjórnmálum langt umfram viðtekna heilbrigðisstaðla í öðrum löndum.32 Enn eru í umferð um 900 fölsuð málverk til mikils skaða fyrir fórnarlömb fölsunarfarald- ursins, bæði listamenn sem hafa verið eignuð undirmálsverk og eigendur listaverka sem hrundu í verði.33 Alþingi lætur sér allt þetta í léttu rúmi liggja eins og kom í ljós þegar þingið samþykkti í desember 2012 að láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna 1998–2003 en lét síðan ekki af slíkri rannsókn verða þrátt fyrir vís- bendingar um að bankarnir hafi stundað fjárböðun fyrir Rússa auk annars.34 Enn eitt einkenni mafíuríkja er áhugaleysi almannavaldsins á lögbrotum í vinahópi valdsins. Eitt einkenni enn er hótanir í garð blaðamanna og lögbann gegn fréttaflutningi þeirra. Alþingi þarf án frekari tafar að hefja rannsókn á meintum umboðssvikum í hruninu til að girða fyrir yfirvofandi fyrningu. Skipun rannsóknarnefndar á vegum Alþingis myndi að vísu ekki í sjálfri sér girða fyrir fyrningu, enda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.