Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 105
S a m s t æ ð s a k a m á l TMM 2018 · 1 105 hefur Alþingi ekki lagalegt boðvald yfir lögreglu eða saksóknurum. Slík skipun rannsóknarnefndar eða ályktun eða einfaldlega bréf frá þinginu til lögreglu og saksóknara eins og lýst var í II. kafla myndi eigi að síður senda skýr skilaboð til réttra yfirvalda. Og það gætu áskoranir af hálfu almennings einnig gert. Hæstiréttur er óragur við umboðssvik. Um helmingur þeirra 35 einstaklinga sem Hæstiréttur hefur til þessa dæmt í samtals 88 ára fangelsi fyrir brot í tengslum við hrunið fékk dóm fyrir umboðssvik meðal annars.35 Þessi 88 ár skiptast þannig milli stofnana: Kaupþing 32 ár, Glitnir 19 ár, Landsbankinn 11 ár, sparisjóðir 12 ár og aðrir 14 ár. Fjöldi ákærðra fyrir brot í tengslum við hrunið er 71, en þar eð sumir voru ákærðir oftar en einu sinni er fjöldi ákærðra einstaklinga án tvítalningar nokkru minni eða 53. Hæstiréttur hefur til þessa fjallað um mál 52 einstaklinga og fundið 41 sekan (79%) en sýknað 11 (21%).36 Þar eð sumir voru fundnir sekir eða sýknaðir oftar en einu sinni er fjöldi dæmdra einstaklinga fyrir brot í tengslum við hrunið 35 eins og að framan greinir og fjöldi sýknaðra 10. IX. „Vel tengdur glæpalýður“ Eftir hrunið 2008 varð fljótlega ljóst að þv. ríkisstjórn vildi ekki að erlendir aðilar kæmu að rannsókn málsins. Ég lagði það til í ræðu minni á borgara- fundi í Háskólabíói 24. nóvember þá um haustið að óvilhallir útlendingar yrðu hafðir með í ráðum við rannsóknina og aftur í einkasamtali við ráð- herra. Ég varð þess áskynja að við þetta var ekki komandi.37 Ég var ekki einn um þessar áhyggjur. Jónas Kristjánsson ritstjóri skrifaði tæpu ári síðar, 28. september 2009, undir yfirskriftinni „Vel tengdur glæpalýður“:38 „Erlendir ráðamenn efast um, að Ísland geri upp sakirnar við glæpalýðinn, sem rústaði fjárhag og áliti landsins. Gera ráð fyrir, að sannleiksnefndin fræga stundi kattarþvott. Taka eftir, að enginn glæpamaður hefur verið settur inn, ekki einu sinni yfirmenn IceSave og Landsbankans. Ísland er talið vera eins konar mafíuríki, þar sem vel tengdur glæpalýður sleppur billega frá ofur- syndum sínum. Samt er Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur formlega við völd. En hann ræður enn embættum og dómstólum og lögreglu og skilanefndum og sannleiksnefnd. Pólitíkin er máttvana, jafnvel þótt hér sé vinstri stjórn.“ Jóhann Hauksson tekur í sama streng í bók sinni Þræðir valdsins 2011.39 X. Erlend skrif um Ísland Bakgrunnur þessara áhyggna Jónasar Kristjánssonar og margra annarra var m.a. fréttaflutningur erlendra fjölmiðla um Ísland, en landið hafði fram að hruni ekki verið í alfaraleið heimspressunnar. Hrunárið 2008 brá svo við að Financial Times í London birti 250 greinar um Ísland, Globe and Mail í Torontó birti 170 greinar, Guardian sem var áður kennt við Manchester og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.